Nýir en gamlir straumar í vefhönnun

Undanfarin ár hefur vefhönnun tekið nokkrum breytingum sem vert er að skoða nánar. Það má segja að vefhönnun sé að slíta barnskónum og sé ört að færast í átt að öðrum rótgrónum miðlum í gæðum. Áður komu vefhönnuðir oft úr mismunandi áttum, þeir sem komu úr prenthönnun og svo vefforritarar eða fólk með aðra tæknimenntun. Margar ástæður eru fyrir framþróun en helst má nefna bætta tækni og auðvitað aukna þekkingu vefhönnuða sem í dag verða að hafa bæði tækni og hönnun á sínu valdi.

Rúðunet

Notkun á rúðunetum hefur aukist mikið og má þakka þekktum hönnuðum eins og Khoi Vinh vefhönnuði hjá NYTimes, auka annarra hönnuða sem hafa verið duglegir við að bera út fagnaðarerindið. Rúðunet eru auðvita vel þekkt úr grafískir hönnun og má segja að þau séu grunnur að vel uppsettri síðu. Ég efast um að þú getir fundið dagblað, tímarit eða plaggat sem ekki notast við rúðunet á einhvern hátt og því sérkennilegt að þau séu ekki útbreiddari meðal vefhönnuða.

Týpógrafía

Leturval og stærð hefur alltaf verið takmörkuð á netinu. Ástæðan er aðalega sú að eingöngu er hægt að notast við leturgerðir sem eru til fyrir á tölvum notenda og svo að teiknun leturs á Windows stýrikerfinu hefur alltaf verið mjög döpur. Helvetica í fyrirsagnarstærð lítur einfaldlega hræðilega út á Windows XP með IE6 vafranum sem leiddi til þess að flestar vefsíður notuðu bara eina stærð af letri, sama hvort um var að ræða fyrirsögn eða málsgrein. Með tilkomu Vista, IE7 og Mac OS X hafa þessi mál verið að lagast og nú er loksins hægt að velja stærra letur sem lítur þokkalega út.

Whitespace

Vefhönnuðir eru ekki eins hræddir við whitespace og áður. Fyrir komu vefsins voru flest upplýsingarkerfi með fasta uppsetningu þar sem allt passaði á einn skjá. Vefurinn er hinsvegar ekki eins bundinn af skjá stærð en til að byrja með reyndu vefhönnuðir samt að troða öllum upplýsingum efst í síðuna til þess að koma í veg fyrir scrollbars. Í daga hafa notendur aðlagast og nýjar kynslóðir eru byrjaðar að nota tölvur sem voru ekki fæddar á árunum fyrir komu vefsins. Flestir notendur scrolla alveg niður amk einusinni fyrir hverja síðu og viti því nokkuð vel hvaða efni þar er að finna. Það er því engin ástæða til þess að þjappa saman efni eins og áður var gert.

Einfaldleiki

Ég er sjálfur mjög hrifinn af einfaldleikanum og er sannfærður um að minna sé meira þegar kemur að vefhönnun. Hlutverk hönnuðar er líka jafnt að taka í burtu eins og að bæta við. Það er vel hægt að merkja sveiflu yfir í einfaldari vefsíður síðstu árin.

Above the fold

Many managers and old timers in the web business often fear too long web pages. In there little world cramming information into the top part of the page, or above the fold as we call it, was the way to go. The reason for that was simple, users don’t scroll. Wrong, users do scroll and almost all users scroll and scan to the bottom af a page at least once.

Web design has come along way since 1995. Todays web designers are focusing on simple and elegant (less is more) designs that draw from time-test graphic design standards like grids systems. This is the new way of designing web pages, you can see this all over the place today but a few years ago most designers ignored these rules which often led to overloaded and confusing pages.

Of course there are design elements that should in most cases be places above the fold. These are features like navigation, logo/identity, search boxes etc. But the important thing is to understand that users do scroll so there is no need to reduce line height or white space to get more information above the fold.

Unfolding the fold

Fireworks CS4

Ég er búinn að vera svo hrifinn af Fireworks síðan ég byrjaði að nota það að mér er alveg sama þótt að það sé ekki hægt að skrifa Íslenska stafi eins og ð og þ. Það er bara pínöts miðað við allan tímann sem þetta forrit er búið að spara mér. Hinn stóri gallinn við CS3 er að letur í smærri stærðum virðist frekar óskýrt miðað við það sem kemur úr Photoshop. Mér skilst að ástæðan sé mismunandi kerfi þarna á milli sem á að laga í CS4 þegar þessir hlutir verða samhæfðir á milli allra Adobe forritanna.

Produce superior type designs with the enhanced typesetting capabilities of Adobe Type Engine, familiar to users of Photoshop and Illustrator and now available in Fireworks. Import or copy and paste double-byte characters from Adobe Illustrator or Photoshop without loss of fidelity. Float text inside a path for high impact text logos.

Adobe Fireworks CS4

Bless Photoshop, Hæ Fireworks

Frá því að ég byrjaði að hanna vefsíður hef ég alltaf notað Photoshop sem hefur staðið sig ágætlega að mér fannst. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Dohop heyrði ég svo góða hluti um Fireworks að ég varð að prófa og sjá hvað allt talið væri um.

Fireworks var upphaflega Macromedia hugbúnaður og hefur verið til í all nokkur ár, núverandi útgáfa er númer 9 í röðinni. Forritið er algjörlega hannað með vefhönnun í huga og býður uppá bæði vector og bitmap myndvinnslu ólíkt Photoshop sem ræður bara við bitmap myndir.

Það besta við Fireworks er hvernig það heldur utan um hlutina sem þú teiknar. Hver hlutur fær sjálfkrafa sinn layer og það er margfalt auðveldara að velja og finna hluti. Í Photoshop fer oft mikill tími í að leita af rétta layernum því það er engin leið að smella á hluti í myndinni til þess að virkja þá.

Fireworks á MacBook Pro vélinni minni er líka margfalt hraðvirkara en Photoshop og virðist ráða við að færa mun fleiri hluti í einu án þess að hiksta. Það tók mig líka aðeins nokkra daga að ná tökum á Fireworks, flestar flýtileiðir virðast þær sömu eða svipaðar og í Photoshoppinu.