The Secret, hugsaðu jákvætt og þú færð það allt

Frábært sjálfshjálparmynd fyrir þá sem eru einfaldlega þreyttir á því að þurfa að bíða eftir því að verða ríkir. Samkvæmt The Secret, mynd og bók sem hafa selst í milljónum eintaka eftir að hafa notið „the Oprah effect“, þarftu nánast ekki að gera neitt nema að hugsa jákvætt um það sem þú girnist og á endanum detta hlutirnir í réttar skorður svo þú getir notið ávaxtanna, lögmálið kallast „law of attraction“ í myndinni eða eins og pistlahöfundur hjá Reason Magazine orðar það svo skemmtilega: „[law of attraction] basically states that if you think really, really hard, say, about vigorously cavorting with Salma Hayek on a soft, fluffy bed of Google Series A preferred stock, you will emit a magnetic signal to the universe that will make your vision a reality.“

Stjórnunarfélag Íslands getur selt þér gripinn fyrir lítið sem ekkert eða 5000 kr. Svo mæli ég líka með The Secret lampanum sem kostar einhvern slatta og er sérstaklega „hannaður“ til þess að hjálpa þér að muna eftir að hugsa jákvætt! Þess má svo geta að þetta lögmál (law of attraction) virðist vera lítið annað en ósannanleg kenning sett fram til þess að notfæra sér og féfletta viðkvæmar og auðtrúa sálir.

The secret of The Secret