Web content strategy

Textasmíði og önnur gerð efnis fyrir vefinn hefur aldrei fengið sömu athyggli og aðrir þættir vefbransans eins og vefhönnun, hvað þá tæknin. Ég spái því að þetta eigi eftir að breytast á næstu árum og textasmiðir fái loks uppreisn æru. Pennar með þekkingu á netinu, leitarvélum og markaðssetningu verða eftirsóttir þegar fyrirtæki átta sig á þeim tækifærum sem felast í því að skrifa og gefa út nýtt og ferskt efni í netið í meira mæli.

The Discipline of Content Strategy

Auglýsingar

Google tilkynnir Google Browser/OS

Google ætlar gefa út open source vafra með WebKit vélinni og nýrri JavaScript VM sem þeir eru að láta smíða. Hægt er að lesa allt um það í Google Chrome teiknimyndabókinni.

Vafrinn verður þannig að hver síða keyrir á eigin þræði sem gerir Google kleyft að mæla og sýna notendum hvað hvert vefsvæði er að eyða miklu minni og cpu. John Resig (jQuery) skrifar áhugaverðan póst um að þetta ætti eftir að setja meiri pressu á forritar til að standa sig og skrifa betri og léttari vefsíður.

Google Chrome, Google’s Browser Project

Afhverju er iPhone svona vinsæll?

Apple fyrirtækið er nokkuð merkilegt vegna þess að þeim virðist auðvelt að herja á mismunandi markaði með sínum vörum. Sennilega er það Steve Jobs að þakka en undanfarin ár hefur hann komið sér inní tónlistina með iTunes og iPod en Apple er nú einn stærsti söluaðili á stafrænni tónlist í heiminum. Sama má segja um iPhone, með einu tæki tekst honum að ná stórum bita af sölu þráðlausra símtækja. Hvað veldur?

Eins og margir benda á, hefur iPhone í raun ekkert framyfir aðra síma nema þá kannski eitt og það er hönnun. Apple hefur lagt mikið uppúr því að hanna viðmót og hefur skapað sér reynslu með iPod sem þótti takast mjög vel. Gömlu símaframleiðendurnir hafa einmitt lengi þótt heldur aftarlega í viðmótshönnun og nytsemi. Tilkoma iPhone verður kannski til þess að ýta aðeins við þeim því hérna vantar talsvert uppá.

Ég hef líka tekið eftir því að fólk skiptist í hópa með og á móti iPhone. Þá tek ég sérstaklega eftir því að sumir karlmenn horfa mikið á hvaða tækni er í símanum eins og GPRS, G3 og EDGE en virðast algjörlega líta framhjá því hversu auðvelt er að nota þessa sömu tækni og finnst þá nákvæmlega ekkert merkilegt við þennan iPhone, sem virðist gera allt það sama og Motorola eða Sony Ericsson símarnir. Munurinn er að iPhone gerir þessa sömu hlut auðveldari í notkun.

iPhone: Babb í bátinn?

Samkvæmt frétt sem ég rakst á fyrir tilviljun verða iPhone notendur að vera með iTunes Music Store reikning til að nota símann. Ef þetta er rétt þá minka líkurnar á því að gripurinn komi á klakann töluvert mundi ég halda. Ennþá er ekki komið í ljós hvaða símafyrirtæki fær að selja tækið í Evrópu en menn eru enn að hallast að Vodafone.

Apple’s iPhone iTunes ID set-up demand

Microsoft Vista floppar

Gates

Framtíðin lítur ekki vel út fyrir Bill Gates þessa dagana, Windows XP seldist meira en Vista fyrstu vikuna í sölu. Sumir gagnrýnendur hafa farið frekar hörðum orðum um nýja stýrikerfið og kallað það t.d „a fading theme park with a few new rides“ og „mildly annoying at best and at worst makes you want to rush to Redmond and rip somebody’s liver out“. Flestir nýju hlutana í Vista virðast líka vera teknir úr smiðju Steve Jobs og hafa Apple notendur notið sömu þæginda síðan um aldamótin síðustu. Ef fyrirtækið væri ekki svona gríðar stórt og með allan pening í heiminum til þess að breiða yfir ósköpin væru þeir löngu orðnir aukaleikarar í tölvu bransanum.

Sales of boxed Vista copies down over XP

Tónlist.is hugsanlega að losa sig við DRM?

Mér hefur alltaf verið hálf illa við tonlist.is, ástæðan er auðvitað sú að lögin sem þú kaupir frá þeim eru hlaði DRM hugbúnaði sem skerðir notkun verulega. Ég nenni ekki að fara neitt nákvæmlega útí álögurnar. En þær eru alveg glataðar.

Eftir allt umtalið undanfarið, þá sérstaklega eftir að Steve Jobs skrifaði bréf á vefsíðu Apple þess efnis að best væri að hætta með þetta leiðinlega og heimska DRM dót, ákvað ég að senda þeim hjá tónlist.is póst til þess að grenslast fyrir um hvort menn þar á bæ væru yfirleitt að fylgjast með og hvort það kæmi til greina að selja DRM fría tónlist í gegnum vefinn hjá þeim á einhverjum tímapunkti. Ég var nú ekkert sérstaklega bartsýnn á gáfuleg svör eða einhver svör hvað það varðar. Þetta fékk ég svo sent frá þeim í gær:

Við hjá D3 erum sannarlega að skoða þessi mál af fullri alvöru. Við erum nú þegar komnir í viðræður við rétthafa um hvort þetta væri mögulegt því við stýrum þessu aðeins upp að vissu marki. Við teljum að sala myndi klárlega aukast við það að afnema enkóðun (varnir) af tónlistinni. Þetta kemur því til greina og mun skýrast á næstu mánuðum.

Vonandi gengur þetta eftir. Þó svo að úrvalið hjá þeim sé ekkert svakalegt, þá er eitthvað af eldri íslenskri tónlist sem væri gama að komast yfir. Best væri að þeir hættu alfarið með WMA format sem þeir eru að nota og seldu einfaldlega plain MP3 sem væri hægt að spila jafnt á mökkum sem windows vélum, og bara öllum tölvum.