Virða þeir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012?

Taktu þátt í að þrýsta á Alþingi að staðfesta nýja stjórnarskrá. Þjóðin greiddi atkvæði um nýja stjórnarskrá 20. október. Vilji yfirgnæfandi meiri hluta kjósenda var skýr og afdráttarlaus. Á síðunni getur þú séð hvaða þingmenn ætla að virða vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Þú getur einnig krafið þá um að gefa upp afstöðu sína.

20. október

Afhverju er ný stjórnarskrá svona mikilvæg?

const-supporters4

Búsáhaldabyltingin náði ekki að kalla fram grundvallarbreytingar einsog afnám verðtryggingar, þó svo að það máli hafi verið eitt af helstu kröfum mótmælanna. Það sýnir að jafnvel fjöldamótmæli geta ekki breytt slíkum hlutum. Þessvegna þarf að breyta leikreglum þjóðfélagsins fyrst svo að almenningur hafi aukin tækifæri á því að hleypa nýjum hugmyndum að. Ný stjórnarskrá er mikilvæg því hún gefur okkur aukið aðgengi að upplýsingum og aukin tækifæri til að hafa áhrif á Alþingi.

Ný stjórnarskrá er þróun og framför en ekki stöðnun. Óbreyttar leikreglur munu ekki færa okkur neitt, ekki afnám verðtryggingar eða niðurfærslu skulda.

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15:00. Ræðumenn verða:

  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
  • Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur

Nánari upplýsingar á Facebook síðu fundarins.

Höldum áfram að þróast með nýrri og betri stjórnarskrá

const-supporters3

Sprotafyrirtæki verða að vera í stöðugri sjálfsskoðun til að finna út hvaða stefnu eigi að taka, hvaða þörf eigi að svara og hvernig. Þess vegna er mikilvægt fyrir þau að gera tilraunir og breyta skjótt um stefnu ef og þegar upplýsingar gefa til kynna að fyrirtækið sé á rangri braut. Vísindamenn vinna að mörgu leyti á samskonar hátt, einnig listamenn í sinni listsköpun.

En af einhverjum ástæðum telja stjórnmálamenn að hægt sé að keyra þjóðfélög áfram á áratugagamalli hugmyndafræði og aðeins skipta um stefnu á fjögurra ára fresti, og þá aðeins ef kjósendur ná að kalla fram breytingar með atkvæðum sínum. Þess á milli eru margar ákvarðanir stjórnmálamanna eins og hægfara lestarslys sem ómögulegt virðist að stöðva. Við verðum að breyta leikreglunum og kerfinu til þess að raunverulegar breytingar geti orðið í samfélaginu. Núverandi fulltrúalýðræði var fundið upp þegar ógerlegt var að allir í samfélaginu gætu komið að ákvarðanatöku vegna fjarlægðar.

Internetið gefur okkur kost á því að taka næsta skref í þróun lýðræðis og möguleika til að opna það ákvörðunarökuferli sem nú er í höndum Alþingismanna. Með netinu er hægt að veita stjórnmálamönnum aukið aðhald og auka aðgang almennings að upplýsingum sem getur gert spillingu erfiðara um vik. Ný stjórnarskrá tryggir rétt allar að netinu og upplýsingum sem þykja sjálfsögð réttindi í nútíma þjóðfélagi.

Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til að setja okkur nýja stjórnarskrá í náinni framtíð.

Útifundur á Ingólfstorgi á laugardaginn. Ræðumenn verða:

  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
  • Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur

Útifundur um betri stjórnarskrá – 4. fundur

Peningar eru lausnin og vandamálið

Peningar geta tamið auðvaldið.

Mestu máli skiptir að jafna tækifæri nýrra hugmynda. Til þess þarf að jafna tækifæri nýrra framboða til að ná mönnum inná þing. Til þess að það gerist verður ríkið að sjá til þess ný framboð hafi fjármuni til þess að kynna sig og sínar hugmynir. Leið til þess er að ríkið úthluti almenningi miða (voucher) að verðmæti 2.000 kr (Eða meira) sem kjósendur geta svo notað til að styrkja það framboð sem hverjum hugnast best.

Með þessu er búið að taka að mestu úr sambandi tengsl peningaaflanna, viðskiptalífsins, við stjórnmálamenn . Að auki þarf líka að banna fyrirtækjum að styrkja flokka. Slíkt á ekki að líðast. Lawrence Lessig er mætur maður sem hefur skrifað mikið um þessi mál í Bandaríkjunum. Þar er ástandið enn verra en á Íslandi og þó.

MoneyOutVotersIn

Alþingi á að ganga til atkvæðagreiðslu í samræmi við niðrustöðu þjóðaratkvæðagreiðlunnar 20. október

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn standa einir í vegi fyrir nýrri og betri stjórnarskrá. Stjórnarflokkarnir geta samt líka kennt sjálfum sér um, að láta fullkomna og augljósa andstöðu þessara sérhagsmunaflokka gott sem fella og eyðileggja málið. Þessi andstaða hefur leigið fyrir, alveg frá því að stjórnlagaráð hóf störf eða mun fyrr.

Svo er komið fyrir málinu að ekkert nema fjöldamótmæli geta komið því á leiðarenda. Mig langar til að hvetja alla sem vilja betra samfélag með betri leikreglum til að mæta næsta laugardag á Austurvöll og sýna Alþingi í verki að ekkert annað komi til greina en að Alþingi gangi til atkvæðagreiðslu um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.