Virða þeir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012?

Taktu þátt í að þrýsta á Alþingi að staðfesta nýja stjórnarskrá. Þjóðin greiddi atkvæði um nýja stjórnarskrá 20. október. Vilji yfirgnæfandi meiri hluta kjósenda var skýr og afdráttarlaus. Á síðunni getur þú séð hvaða þingmenn ætla að virða vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Þú getur einnig krafið þá um að gefa upp afstöðu sína.

20. október

Auglýsingar

Afhverju er ný stjórnarskrá svona mikilvæg?

const-supporters4

Búsáhaldabyltingin náði ekki að kalla fram grundvallarbreytingar einsog afnám verðtryggingar, þó svo að það máli hafi verið eitt af helstu kröfum mótmælanna. Það sýnir að jafnvel fjöldamótmæli geta ekki breytt slíkum hlutum. Þessvegna þarf að breyta leikreglum þjóðfélagsins fyrst svo að almenningur hafi aukin tækifæri á því að hleypa nýjum hugmyndum að. Ný stjórnarskrá er mikilvæg því hún gefur okkur aukið aðgengi að upplýsingum og aukin tækifæri til að hafa áhrif á Alþingi.

Ný stjórnarskrá er þróun og framför en ekki stöðnun. Óbreyttar leikreglur munu ekki færa okkur neitt, ekki afnám verðtryggingar eða niðurfærslu skulda.

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15:00. Ræðumenn verða:

  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
  • Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur

Nánari upplýsingar á Facebook síðu fundarins.

Höldum áfram að þróast með nýrri og betri stjórnarskrá

const-supporters3

Sprotafyrirtæki verða að vera í stöðugri sjálfsskoðun til að finna út hvaða stefnu eigi að taka, hvaða þörf eigi að svara og hvernig. Þess vegna er mikilvægt fyrir þau að gera tilraunir og breyta skjótt um stefnu ef og þegar upplýsingar gefa til kynna að fyrirtækið sé á rangri braut. Vísindamenn vinna að mörgu leyti á samskonar hátt, einnig listamenn í sinni listsköpun.

En af einhverjum ástæðum telja stjórnmálamenn að hægt sé að keyra þjóðfélög áfram á áratugagamalli hugmyndafræði og aðeins skipta um stefnu á fjögurra ára fresti, og þá aðeins ef kjósendur ná að kalla fram breytingar með atkvæðum sínum. Þess á milli eru margar ákvarðanir stjórnmálamanna eins og hægfara lestarslys sem ómögulegt virðist að stöðva. Við verðum að breyta leikreglunum og kerfinu til þess að raunverulegar breytingar geti orðið í samfélaginu. Núverandi fulltrúalýðræði var fundið upp þegar ógerlegt var að allir í samfélaginu gætu komið að ákvarðanatöku vegna fjarlægðar.

Internetið gefur okkur kost á því að taka næsta skref í þróun lýðræðis og möguleika til að opna það ákvörðunarökuferli sem nú er í höndum Alþingismanna. Með netinu er hægt að veita stjórnmálamönnum aukið aðhald og auka aðgang almennings að upplýsingum sem getur gert spillingu erfiðara um vik. Ný stjórnarskrá tryggir rétt allar að netinu og upplýsingum sem þykja sjálfsögð réttindi í nútíma þjóðfélagi.

Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til að setja okkur nýja stjórnarskrá í náinni framtíð.

Útifundur á Ingólfstorgi á laugardaginn. Ræðumenn verða:

  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
  • Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur

Útifundur um betri stjórnarskrá – 4. fundur

Peningar eru lausnin og vandamálið

Peningar geta tamið auðvaldið.

Mestu máli skiptir að jafna tækifæri nýrra hugmynda. Til þess þarf að jafna tækifæri nýrra framboða til að ná mönnum inná þing. Til þess að það gerist verður ríkið að sjá til þess ný framboð hafi fjármuni til þess að kynna sig og sínar hugmynir. Leið til þess er að ríkið úthluti almenningi miða (voucher) að verðmæti 2.000 kr (Eða meira) sem kjósendur geta svo notað til að styrkja það framboð sem hverjum hugnast best.

Með þessu er búið að taka að mestu úr sambandi tengsl peningaaflanna, viðskiptalífsins, við stjórnmálamenn . Að auki þarf líka að banna fyrirtækjum að styrkja flokka. Slíkt á ekki að líðast. Lawrence Lessig er mætur maður sem hefur skrifað mikið um þessi mál í Bandaríkjunum. Þar er ástandið enn verra en á Íslandi og þó.

MoneyOutVotersIn

Alþingi á að ganga til atkvæðagreiðslu í samræmi við niðrustöðu þjóðaratkvæðagreiðlunnar 20. október

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn standa einir í vegi fyrir nýrri og betri stjórnarskrá. Stjórnarflokkarnir geta samt líka kennt sjálfum sér um, að láta fullkomna og augljósa andstöðu þessara sérhagsmunaflokka gott sem fella og eyðileggja málið. Þessi andstaða hefur leigið fyrir, alveg frá því að stjórnlagaráð hóf störf eða mun fyrr.

Svo er komið fyrir málinu að ekkert nema fjöldamótmæli geta komið því á leiðarenda. Mig langar til að hvetja alla sem vilja betra samfélag með betri leikreglum til að mæta næsta laugardag á Austurvöll og sýna Alþingi í verki að ekkert annað komi til greina en að Alþingi gangi til atkvæðagreiðslu um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.

Iceland, a new beginning

Iceland privatized its banking system in 1997 following policies inspired by Milton Friedman under the leadership of then Prime Minister David Oddsson, a process that has been heavily criticized for literally giving the banks to the friends and members of the Independents Party and the Progressive Party. In retrospect this is nothing new; these same parties have through the last century shared evenly the wealth and resources of our small country.

Since 1997, the banking system has grown more then anyone could have imagined. In the end it was 10 times the size of Iceland’s Gross Domestic Product. No one seemed to notice when the bankers went on a shopping spree, buying property and corporations all over Europe. The media, the president and the parliamentarians were all cheering them on, and anyone who dared to call out against the madness was instantly ridiculed by the same people.

When Robert Wade, Professor of London School of Economics warned our government in early 2008 of the dangers ahead, our PM claimed Wade’s article was no more relevant then a opinion letter in the Icelandic tabloid DV. These are the answers the Icelandic public has grown used to from our leaders: pure arrogance. In a speech on Monday, Mr. Wade described how the government planned to turn Iceland into an international banking center, a plot doomed to fail in his opinion, a plot the Icelandic public was widely unaware of.

But there might be hope for Iceland. There are grass-root movements forming; people are calling for a new constitution and a new social democratic system. Today, activism is flourishing in Iceland; the number of groups, movements and demonstrations has never been greater. Hopefully, the days of financial capitalism are over and we can focus on creating real value, producing and manufacturing.

Meanwhile the Social Democrats are determined to use the recent economic crisis to get Iceland into the Eurozone. In the view of Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Chairman of the Social Democratic Alliance), it is the only way. The times when a small currency like the Icelandic Krona could keep things floating are gone and will never return. Even more people see the EU as a change of moving from the old political system which has been heavily infected with nepotism and corruption, a system that has largely been mistaken for a Scandinavian welfare state. We have been Americanized under a neoliberal, unregulated monetary system that has crashed. It is time to build a new system, a new Iceland.