Bestu plöturnar 2008

 1. FM Belfast – How to Make Friends
 2. Cut Copy – In Ghost Colors
 3. Squarepusher – Just A Souvenir
 4. MGMT – Oracular Spectacular
 5. Santogold – Santogold
 6. Ra Ra Riot – The Rhumb Line
 7. Nada Surf – Lucky
 8. Wolf Parade – At Mount Zoomer
 9. Of Montreal -Skeletal Lamping
 10. Monotonix – Body Language
Auglýsingar

Icelandic MP3 Blogs

My attempt to list all the Icelandic mp3 blogs out there. Please add a comment if you like to make an addition. Its also a must to load these into the Peel mp3 blog reader and player.

Last updated: 13/08/2008

Nýtt með Sigur Rós, bannaðir

Strákarnir í Sigur Rós eru að fara að gefa út nýja plötu núna í sumar. Hægt er að að nálgast fyrsta lagið af plötunni endurgjaldslaust af vef hljómsveitarinnar. Laginu fylgir mjög flott myndband sem er þegar búið að banna af Youtube og fleiri vitstola aðilum. Í myndbandinu sést slatti af nöktu fólki að leika sér mjög fallega í faðmi náttúrunnar. En eins og við vitum eru reglur um nekt í bandaríkjunum úrkynjaður vanskapnaður sem ekkert mark er takandi á.

Sigur Rós – Gobbledigook

Uppáhalds plöturnar 2007

Hóhó, gleðileg Jól og allt það. Það er kominn tími á smá tónlist. Fór yfir iTunes listann og fann plöturnar og lögin sem ég er búinn að hlusta mest á þetta árið.

 1. Blonde Redhead – 23
 2. Black Kids – Wizard of Ahhhs
 3. LCD Soundsystem – Sound Of Silver
 4. Radiohead – In Rainbows
 5. Of Montreal – Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
 6. !!! – Myth Takes
 7. Ra Ra Riot – Ra Ra Riot
 8. Midnight Juggernauts – Dystopia
 9. Justice – ∫
 10. The Long Blondes – Someone to Drive You Home

Fáránleg hljómsveitarnöfn

Var að lesa topp lista yfir ömurleg hljómsveitarnöfn á Cracked.com, frekar slappur listi þar sem hann inniheldur The Smashing Pumpkins og Of Montreal, hálfvitar. Hérna eru hinsvegar nokkur steikt nöfn sem ég fann í svarhalanum á Stereogum pósti um sama lista. Byrjum á vel fötluðum „The“ böndum:

 • The The
 • The Band
 • The Music
 • Samuel Jackson Five
 • Wake Up on Fire
 • Monkies Doin’ It
 • Thee Michelle Gun Elephant (say what?)
 • Anal Cunt

The 25 Most Ridiculous Band Names In Rock History

Of Montreal

Of Montreal er Amerískt indie pop band sem ég hef verið að hlusta mikið á undanfarið, þá sérstaklega eldra efni eins og plötuna Satanic Panic in the Attic. Það sem mér finnst áhugavert við þetta band er hvað melódíurnar eru skemmtilegar og lögin almennt fjölbreytt þar sem blandað er saman áhrifum úr mismunandi áttum eins og frá Prins, Beach Boys og jafnvel Talking Heads og á seinni plötunum gera mikil elektrónísk áhrif vert við sig. Hljómsveitin er í stanslausri þróun og virðist aðeins verða betri með hverri plötu. Nýjasta afurðin er er t.d ótrúlega fjölbreytt.

Samkvæmt því sem ég hef lesið þá er sveitin mjög skemmtileg á tónleikum og mikið show þar sem Kevin Barnes, söngvarinn og heilinn á bakvið bandið, skiptir ört um búninga og virðist vera skemmtileg persóna. Það má því búast því vel trylltu dans-partíi þegar hljómsveitin treður upp á Iceland Airwaves hátíðinni í Október.

Skemmtileg lög: Disconnect the Dots, Vegan in Furs, Suffer for Fashion og Labyrinthian Pomp

Tónlist.is afnemur afritunarvarnir

Glæsilegt hjá Tónlist.is að taka afritunarvarnirnar (DRM) af tónlistinni sem þeir eru að selja. Núna getur maður loksins farið að nota síðuna þeirra. Samfara þessu virkar vefurinn núna líka fyrir Apple tölvur.

Auk breytts útlits og auðveldara aðgengis felast helstu breytingarnar í því að höfundarréttarvörnin DRM, hefur verið tekin af lögunum sem eru til sölu, rétt eins og gert hefur verið með geisladiska. Verð á lögum verður áfram 99 krónur en verðlagningu hefur einnig verið breytt í þá veru að útgefendum gefst færi á að selja lög á öðru verði kjósi þeir svo

Tónlist.is