Web content strategy

Textasmíði og önnur gerð efnis fyrir vefinn hefur aldrei fengið sömu athyggli og aðrir þættir vefbransans eins og vefhönnun, hvað þá tæknin. Ég spái því að þetta eigi eftir að breytast á næstu árum og textasmiðir fái loks uppreisn æru. Pennar með þekkingu á netinu, leitarvélum og markaðssetningu verða eftirsóttir þegar fyrirtæki átta sig á þeim tækifærum sem felast í því að skrifa og gefa út nýtt og ferskt efni í netið í meira mæli.

The Discipline of Content Strategy

Lýðræðið dofnar og deyr í myrkrinu

Ég hef mikla trúa á nýrri tækni og þá á ég sérstaklega við um netið. Held nefnilega að það geti hjálpað okkur að skapa betra samfélag með því að auka gegnæi í stjórnkerfinu, þá er ég að tala um að stóra auka aðgang að öllum upplýsingum um ákvarðanatöku og störf ráherra og ríkisstjórna og gera þessar upplýsingar aðgengilegar á netinu.

Reyndar er ekki bara nóg að gera allar þessar upplýsingar aðgengilegar, það þarf líka að vera auðvelt að finna þær og nota svo eitthvað gang verði af.

Þetta er stór skref frá því sem við búum við í dag þar sem stjórnmálamenn fela aðgerðir og ákvarðanir sýnar í skugganum og þurfa aldrei að taka ábyrgð eða upplýsa almenning um neitt, frekar en þeir vilja. Hvernig á almenningur að treysta þessu fólki þegar það veit ekki hvað er að gerast? „Treystu okkur bara“ segja þeir, þú þarft ekkert að vita. Því miður hafa fjölmiðlar algjörlega brugðist og veita stjórnvöldum ekki það aðhald sem við krefjumst af þeim.

Radical transparency is much more transparent than accountability. It requires decision making to be transparent right from the beginning of the decision making process, while accountability is a process of verifying the quality of decisions or actions after they have been taken. This difference implies that while accountability generally implements some sort of punishment mechanism against individuals or institutions judged to have taken poor quality decisions or actions, after those decisions have been taken or actions carried out, radical transparency encourages corrections and improvements to decisions to be made long before poor quality decisions have the chance to be enacted. Hence, radical transparency potentially helps avoid the need for punishment mechanisms.

Radical Transparency

Þessi hugmynd hefir verið að skjóta upp kollinum hjá bandarískum fyrirtækjum sem hafa tekið uppá því að blogg opinskátt um störf sín með góðum árangri. Microsoft hugbúnaðarfyrirtækið hvetur starfsmenn sína til blogga og fleiri hafa tekið upp sömu iðju.

Tónlist.is afnemur afritunarvarnir

Glæsilegt hjá Tónlist.is að taka afritunarvarnirnar (DRM) af tónlistinni sem þeir eru að selja. Núna getur maður loksins farið að nota síðuna þeirra. Samfara þessu virkar vefurinn núna líka fyrir Apple tölvur.

Auk breytts útlits og auðveldara aðgengis felast helstu breytingarnar í því að höfundarréttarvörnin DRM, hefur verið tekin af lögunum sem eru til sölu, rétt eins og gert hefur verið með geisladiska. Verð á lögum verður áfram 99 krónur en verðlagningu hefur einnig verið breytt í þá veru að útgefendum gefst færi á að selja lög á öðru verði kjósi þeir svo

Tónlist.is

Mac OS X: Draumur vefhönnuðarins

Það er ekkert slor að vinna með Mac OS X þegar maður er vefhönnuður. Þó svo að Apple sé aðeins með um 5% markaðhlutdeild í PC tölvum þá eru þeir alltaf mjög sterkir þegar kemur að ákveðnum hópum eins og hönnuðum, fólki í kvikmyndagerð og núna virðist trendið hjá þeim sem vinna við forritun, vefhönnun og því sem tengist netinu og open source hugbúnaði liggja vel til Apple. Úrvalið af hugbúnaði er líka ótrúlega magnað miðað við þessa sömu markaðshlutdeild.

Coda 1.0

CodaNýjasta forrið frá Panic, Coda, sem var að koma í hús lítur vel út. Markmið er að búa til tól fyrir þá sem eru að smíða vefsíður sem svipar meira til eins Xcode eða Eclipse þróunarumhverfanna. Þeir hjá Panic kjósa að nefna þetta „One-window web development“ en Coda á að innihalda allt sem þú þarft til vefforritunar á einum stað. Þess má geta að Panic fyrirtækið gerir líka Transmit, vinsælt FTP forrit og fleira. Gæða hugbúnaður þar á ferð. Meira um Coda seinna.

Coda frá Panic

CSSEdit 2.5

CSSEditÞetta magnaða forrit er ekkert svakalega flókið, það gerir í raun bara einn hlut en gerir það rosalega vel. Fyrsta útgáfan var í raun bara texta ritill með góðum CSS stuðning. Seinna bættist svo við Live Preview þar sem þú getur séð vefsíðuna þína uppfærast um leið og þú gerir breytingar í CSS kóðanum, nokkuð magnað. Núna getur þú smellt hvar sem er á vefsíðuna og séð allar stíl reglur sem eiga við þann HTML hlut, þessar upplýsingar birtast svo í litlum glugga og úr honum er hægt að hoppa beint yfir í viðkomandi reglu í stílblaðinu þínu. Þetta á eftir að spara mér talsverðan tíma og hárreitingar.

CSSEdit 2.5 frá MacRabbit

EMI byrjar að selja DRM fría tónlist

EMI, einn stærsti útgefandi af tónlist í heiminum, verður fyrstur útgefanda til þess að selja vörur sínar án DRM hugbúnaðar. Þetta er til marks um að tónlistariðnaðurinn sé að vakna af værum svefni. DRM er hugbúnaður sem setur ákveðnar takmarkanir á lög sem eru keypt í gegnum netið svo ekki er hægt að afrita, dreifa eða brenna lögin nema innan ákveðins ramma. Geisladiskar innihalda ekki þessar varnir og núna virðast útgefendur loksins vera að fatta að fólk kaupir síður vöru með takmarkanir eins og þessar.

EMI Music launches DRM-free superior sound quality downloads