Silvía Nótt: Mest skoðað á YouTube

Silvía er að meika það feitt á YouTube, fréttaskot um hana og Evrovision er efst á blaðið þegar skoðuð eru vinsælustu myndböndin á síðunni. Spurning hvort plottið geti haldið áfram og hún færi sig yfir til BNA og geri allt brjálað þar?

Eurovision Song Contest – Iceland's Silvia Night Goes Crazy

Ninja power

Ninjur eru svo kúl, þær geta allt. Eða er það ekki annars? Ég er svo heppinn að vera að vinna með einni ninju, svo eru þær líka svo skemmtilegar. Ætli maður þurfi að vera fyndinn til að vera ninja?

Þessi tiltekna ninja er hinsvegar mjög tæknivædd og er með sitt eigið podcast sem er eitt það vinsælasta í iTMS.

Askaninja.com

Eiturgufur bjarga okkur frá kuldanum

Gerður skrifaði lítinn kaldhæðnispistil (I hope :P) þar sem hún kemur inná kuldann sem fyrirtækjasinnarnir og náttúruhatararnir voru búnir að lofa okkur að við þyrftum aldrei að finna fyrir aftur hérna á klakanum, eða a.m.k ekki í sama magni og áður, all thanks to global warming. Þeim var sumum alveg sama um þetta, veðrir var svo gott og mikið mildara en áður sögðu þeir í hálfkæringi.

Hækkandi hitastig var aðeins auka bónus sem okkur mundi hlotnast af því að halda áfram að spúa eiturgufum útí loftið svo að aumingja stórfyrirtækin gætu haldið áfram að fylla vasa eigenda sinni af peningum, þeirra sem eiga alla peningana fyrir. Bush og vinir töldu að það væri ekki hagkvæmt að taka á meingunarvandanum strax, það væri betra að gera það þegar allt væri komið í kaldakol (e.g Þegar þeir eru sjálfir komnir undir græna torfu) því þá væri það á einhvern hátt ódýrar fyrir okkur öll, eða eitthvað í þá áttina. Ég skil aldrei alveg hvað þessir menn eru að tala um.