Það er ekkert betra en ókeypis spítalamatur

Hospital_dinner

Frjálshyggja er hugmyndafræði sjálfelskunar þar sem eignarrétturinn er heilagur. Þeir sem aðhyllast frjálshyggu telja skattlagningu að mestu vera „ofbeldi“ og aðför að eignarrétti sínum. Þannig vinnur frjálshyggjan gegn þjóðfélaginu vegna þess að allt sem hægt væri að gera með sköttum til að jafna tækifæri fólks í lífinu er útilokað. Jafnvel þó að hægt sé að færa rök fyrir því að jöfnuður örvi hagkerfið með því að virkja sem flesta í þjóðfélaginu. Nei það er ekki hægt því þá myndu þeir ríku greiða örlítð meira í skatta og það er aðför að eignarrétti þess sem allt á og vill fá enn meira, því hans rétturinn, mátturinn og dýrðin.

Það hlýtur að vera mjög erfitt að vera frjálshyggjumaður á Íslandi, ofbeldið er gríðarlegt og útum allt. Hérna fær fólk að ganga í skóla fram eftir öllu á kostnað þeirra sem nenna að vinna. Veikt fólk getur fengið þjónustu á sjúkrahúsum nánast án endurgjalds þó það endurgjald sé alltaf að hækka með tímanum. Atvinnulausir fá að fæða börnin sín á spítala og fá jafnvel ókeypis hádegis- og kvöldverð í þokkabót, þrátt fyrir að þeir segi alltaf að „there is now free lunch“. En ég fékk nú bara samt frían lunch og kvöldmat um helgina á einum spítalanum. Og við eigum að ganga lengra, frítt húsnæði fyrir heimilslausa og skilirðislausa grunnframfærslu handa öllum og meira handa þeim sem eru atvinnulausir, fátækir, öryrkjar eða aldraðir. Vegna þess að við eigum að deila með okkur og vera stollt af því að borga skattana okkar.

En ef ég væri frjálshyggjumaður hlyti ég að krefjast þess að fá að greiða fullt verð fyrir þessa þjónusta svo ég gengi nú örugglega ekki á eignarrétt eins eða neins því ekki vildi ég vera ofbeldismaður.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s