Sannleikur framar óhlutdrægni

Image

Síðstu vikur hefur skapast mikil umræða um það sem stjórnarflokkarnir og stuðningsmenn þeirra kalla óhlutdrægni fréttastofu RÚV. Þá hefur Frosti Sigurjónsson Alþingismaður farið fyrir hóp á Facebook sem telur hlutverk sitt vera að hafa sérstakt eftirlit með fréttafluttning fréttastofunar. Samkvæmt skrifum þeirra sem mynda hópinn eru þeir helst óánægðir með fréttir af Evrópusambandinu, Ísrael og fleiri málum sem þeir telja ekki hlutlausar.

Fréttamönnum gæti þótt erfitt að flytja fréttir samkvæmt heimsmynd allra sem eru að horfa. Staðreyndin er sú að fréttamenn RÚV eru sennilega aðeins að gera sitt besta og ekkert bendir til að fréttastofan sé hlutdræg. Mér er að því minnsta ekki kunnugt um neinar úttektir eða rannsóknir sem renna stoðum undir neitt slíkt. Einhverjum gæti líka dottið í hug að gagnrýni á RÚV fari eftir því hverjir stjórni landinu í það og það skiptið.

Raunveruleg óhlutdrægni er heldur ekki til. Að sjálfsögðu eiga fréttamenn ekki að vera viljandi hallir undir ákveðnar skoðanir. Takmarkið ætti fyrst og fremst að vera sannleikurinn borinn á borð svo að af hljótist einhverskonar virðisauki fyrir samfélagið. Vandamálið sem við glímum við í dag er ekki síst hið gríðarlega magn upplýsinga. Fréttamenn verða að geta skilið hismið frá kjarnanum og eiga ekki þurfa að vera hræddir um að stjórnvöldum hvers tíma finnist þeir ekki vera nægilega hlutlausir eða óhlutdrægir. Slíkt gæti vikrað sem ákveðin þöggun. Ef öllum sjónarmiðum er gefið jafn vægi í fréttafluttningi þá er í raun engin þörf fyrir fréttamenn sem slíka, þá er búið að takmarka hlutverk þeirra niður í skoðanalausa umræðustjóra sem gera lítið annað en að passa að allir fái að tala jafn lengi.

Hlutverk fjölðmiðla er að leita sannleikans en ekki aðeins að endurvarpa öllum skoðunum sama hversu vitlausar þær eru eða að gera flokkspólitískum skoðunum jafn hátt undir höfði. Frosti Sigurjónsson ætti að berjast fyrir bættum fjölmiðlalögum sem settu sannleikann framar óhlutdrægni, það væri eitthvað sem  raunverulega væri þess virði að berjast fyrir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s