Höldum áfram að þróast með nýrri og betri stjórnarskrá

const-supporters3

Sprotafyrirtæki verða að vera í stöðugri sjálfsskoðun til að finna út hvaða stefnu eigi að taka, hvaða þörf eigi að svara og hvernig. Þess vegna er mikilvægt fyrir þau að gera tilraunir og breyta skjótt um stefnu ef og þegar upplýsingar gefa til kynna að fyrirtækið sé á rangri braut. Vísindamenn vinna að mörgu leyti á samskonar hátt, einnig listamenn í sinni listsköpun.

En af einhverjum ástæðum telja stjórnmálamenn að hægt sé að keyra þjóðfélög áfram á áratugagamalli hugmyndafræði og aðeins skipta um stefnu á fjögurra ára fresti, og þá aðeins ef kjósendur ná að kalla fram breytingar með atkvæðum sínum. Þess á milli eru margar ákvarðanir stjórnmálamanna eins og hægfara lestarslys sem ómögulegt virðist að stöðva. Við verðum að breyta leikreglunum og kerfinu til þess að raunverulegar breytingar geti orðið í samfélaginu. Núverandi fulltrúalýðræði var fundið upp þegar ógerlegt var að allir í samfélaginu gætu komið að ákvarðanatöku vegna fjarlægðar.

Internetið gefur okkur kost á því að taka næsta skref í þróun lýðræðis og möguleika til að opna það ákvörðunarökuferli sem nú er í höndum Alþingismanna. Með netinu er hægt að veita stjórnmálamönnum aukið aðhald og auka aðgang almennings að upplýsingum sem getur gert spillingu erfiðara um vik. Ný stjórnarskrá tryggir rétt allar að netinu og upplýsingum sem þykja sjálfsögð réttindi í nútíma þjóðfélagi.

Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til að setja okkur nýja stjórnarskrá í náinni framtíð.

Útifundur á Ingólfstorgi á laugardaginn. Ræðumenn verða:

  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
  • Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur

Útifundur um betri stjórnarskrá – 4. fundur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s