Andlýðskrumarinn Tryggvi Þór Hrebertsson til varnar yfirstéttinni og peningafólkinu

Ekkert virðist efla Tryggva Þór þingmann Sjálfstæðisflokksins jafn mikið og hugmyndir um að skattleggja ofurlaun. Það kemur auðvitað lítið á óvart að Tryggvi bregðist svona harkalega við þegar á að ræða hvernig ríkafólkið í landinu gæti komið að enduruppbyggingu landsins. Tryggvi Þór, sem hlítur að teljast með huglausari bloggurum landsins, leyfir ekki athugasemdir við skrif sín svo ég skrifa honum þá bara svar hérna í staðinn.

Tryggvi skrifar í dag annað blogg um ofurlaunamálið þar sem hann gerir að aðalatriði að um 3.500 einstaklingar séu með meira en eina milljón í mánaðarlaun. Tryggi gerir auðvitað enga tilraun til að reikna út hugsanlegar skatttekjur sem fengjust með því að leggja ofurlaunaskatt á þetta fólk en með einföldum margföldunarreikningi má fá út tölur sem hlaupa á tugum milljarða.

Málflutningur Tryggva er ótrúlega máttlaus og sensasjónaliskur þegar hann er skoðaður betur, tölur eins og 3.500 eiga að sannfæra okkur um að tilgangslaust sé að leggja á ofurlaunaskatt vegna þess að 3.500 er ekkert svakalega stór tala. Eins vill Tryggvi ríghalda í tölur sem Ólína Þorvarðardóttir nefndi á blogginu sínu en hefur síðan viðurkennt að væru of háar og talar nú fyrir stig hækkandi ofurlaunaskatti. Munurinn er sá að Ólína er að velta fyrir sér lausnum á meðan Tryggvi er bara á móti og beitir hræðsluáróðri til að drepa niður umræður.

Áhugaleysi Tryggva Þórs og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum til að ræða þetta mál heiðarlega er auðvitað engin ráðgáta. Rétt eins og systurflokkurinn í Bandaríkjunum berjast Tryggvi og félagar hatrammri báráttu fyrir hagsmunum sérhagsmunahópa í þjóðfélaginu. Það er ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fjármagnseiganda, ofurlaunafólks og annarra yfirstéttarhópa.

3.524 Íslendingar með ofurlaun …

2 hugrenningar um “Andlýðskrumarinn Tryggvi Þór Hrebertsson til varnar yfirstéttinni og peningafólkinu

 1. Sæll Andri
  Ég er að vona að þú sért sá sami Andri og stendur fyrir meðmælafundi á Austurvelli í dag. Ég kann E K K E R T á fasbók. Hvar get ég gert vart við mig í þessum hóp sem vill taka silfurskeiðina út úr munninum á útgerðaaðlinum og láta síðan gullgæsina þeirra verpa í hreiðrið okkar allra?
  Við þurfum að gera vart við okkur svo þeir sem eru að reyna að koma kosningaloforðum sínum í gegn á Alþingi megi vita að við erum til og að við erum mörg.
  Gullgæsin verpi í rétt hreiður!

 2. Sæll Andri
  Ég sendi sömu orðsendinguna aftur vegna þess að ég gat ekki haft tvö tölvupóstföng á því fyrra.
  (Svo er ég innilega sammála greininni hér fyrir ofan. Takk fyrir hana)
  Ég er að vona að þú sért sá sami Andri og stendur fyrir meðmælafundi á Austurvelli í dag. Ég kann E K K E R T á fasbók. Hvar get ég gert vart við mig í þessum hóp sem vill taka silfurskeiðina út úr munninum á útgerðaaðlinum og láta síðan gullgæsina þeirra verpa í hreiðrið okkar allra?
  Við þurfum að gera vart við okkur svo þeir sem eru að reyna að koma kosningaloforðum sínum í gegn á Alþingi megi vita að við erum til og að við erum mörg.
  Gullgæsin verpi í rétt hreiður!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s