Raunveruleg ástæða fylgis Sjálfstæðismanna

Þegar ég renndi augunum yfir fréttalista Eyjunnar í morgun tók ég smá kipp þegar ég sá þessa fyrirsögn „Ástæður fylgis Sjálfstæðismanna“ og hugsaði með mér að nú hefði einhver loksins ákveðið að benda á hið augljósa, að ástæður fylgis Sjálfstæðisflokksins væru að miklu eða öllu leiti að þakka óbilandi tryggð stuðningsmanna hans, þú yfirgefur ekki Sjálfstæðisflokkinn, flokkurinn yfirgefur þig.

Þegar traust á stjórnmálamenn og flokka er í sögulegu lágmarki er ein breyta í Íslensku samfélagi sem breytist aldrei og það er fjöldi Sjálfstæðismanna í landinu. Ef litið er til þess að einn af hverjum þremur í könnun Capacent undanfarið er óákveðinn eða neitar að gefa upp afstöðu sína (þrátt fyrir endurteknar spurningar til að þröngva út svör) er auðvelt að sjá hversvegna fylgi Sjálfstæðisflokksins virðist vera hærra nú en áður. Ástæðan er einfaldlega sú að Sjálfstæðismenn breyta aldrei um skoðun á meðan kjósendur hinna flokkanna eru sjálfstæðari í sínum ákvörðunum og ekki eins trygglyndir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s