A Practical Guide to Designing for the Web eftir Mark Boulton

Mark Boulton var að gefa út bók um vefhönnun sem vert er að skoða. Þessi bók er fyrir þá sem fóru útí vefhönnun frá tæknihliðinni, frekar en þá sem fór úr prent hönnun yfir á vefinn. Ég efast samt ekki um að báðir hópar gætu grætt á því að glugga í þessa.

Bókin fer ekki í allar hliðar vefhönnunar heldur er fókusinn á grafíska hönnun og nær öllum tæknilegum atriðiðum slept.

Designing for the web is different than designing for any other medium. The breadth of skills required is sometimes daunting.

Ég hef sjálfur fylgjst með Mark Boulton síðan hann fór að skrifa um rúðunet fyrir vefinn. Ég mæli með þessari bók fyrir alla sem vilja kynna sér heim vefhönnunar en hafa kannski ekki grunn í grafískir hönnun.

A Practical Guide to Designing for the Web

6 hugrenningar um “A Practical Guide to Designing for the Web eftir Mark Boulton

 1. Mjög góð bók af því litla sem ég hef lesið í henni hingað til. Þekking á og grindum og típógrafíu er tvímælalaust eitthvað sem tæknifólk skortir. Vefsíðugerð byrjar og endar á hönnuninni :-)

  • Sammála því, tæknifólkið, sem vinnur með CSS/HTML er oft að taka við hönnun sem þarf að umbreyta yfir á vefinn. Þá kemur sér örugglega vel að hafa smá þekkingu á letri, rúðunetum og auga fyrir detail.

 2. Að sama skapi má segja að hönnunarfólk skorti þekkingu á HTMl-i og CSS-i. Ég er alltaf að hallast meira og meira að því að ferlið eigi að vera einhvern veginn svona:

  1) Teiknaðar skissur þar sem hugað er að grafísku mikilvægi mismunandi componenta innan síðu.

  2) HTML skissur búnar til með hjálp tóla eins og Blueprint.
  http://www.blueprintcss.org/

  3) Photoshop notað til að fínisera, ná extra touchi.

  Gallinn við photoshop er að það er ekki hægt að smella á photoshop mynd, hún sýnir ekki hvað gerist þegar þú ferð með músina yfir tengilinn eða smellir á takkann.

  Mér fannst þetta dálítil 37signals klysja fyrst en eftir að hafa prófað þetta í development umhverfi get ég ekki snúið aftur…
  http://www.37signals.com/svn/posts/1061-why-we-skip-photoshop

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s