Bréf til Stefáns, sem kallar okkur skríl

Stefán Friðrik Stefánsson, þú talar eins og þú hafir verið á svæðinu í dag. Það varstu ekki. Þú veist ekkert hvernig málum var háttað, þetta voru friðsöm mótmæli, eins og friðsöm og hægt er þegar fólki er jafn misboðið og nú.

Mér finnst samt þessi skrílslæti vanþroskuð afstaða til málanna. Ég held að það leysi engan vanda fyrir þjóðina að ráðast með látum inn í stofnanir í landinu og ætla að vera ofbeldisfull.

Ef fólkið sem mótmælir, fólkið sem þú velur þér að uppnefna skíl eins og einhver fínn kall, ef þetta sama fólk sér að hefðbundnar leiðir duga ekki til þess að knýja fram þær breytingar sem við teljum nauðsynlegar, þá endar þetta ástand í ofbeldi. Það er þá engum að kenna nema þeim sem stjórna þessu landi.

Andleg kúgun Sjálfstæðisflokksins gegn þjóðinni er komin á leiðarenda. Þú Stefán ert ekki í tengslum við þjóðina, ekki frekar en Geir, þitt átrúnaðargoð. þú ert kannski að vonast eftir feitum bita frá Flokknum, eftir að hafa selt sálu þína öll þessi ár eins og hver önnur mella. Svo þorir þú ekki einusinni að leyfa fólki að andmæla þér á síðunni þinni. Afhverju ekki?

Ekki láta aðra segja þér hvað þú átt að hugsa eða gera Stefán, þú þarft ekki að vera í „liðinu“ frekar enn þú vilt. Þú sérð það kannski ekki núna, en flestir sem eru í liðinu þínu eru siðblindir valdafíklar.

Friðsamlegur endir á skrílslátunum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s