Nýir en gamlir straumar í vefhönnun

Undanfarin ár hefur vefhönnun tekið nokkrum breytingum sem vert er að skoða nánar. Það má segja að vefhönnun sé að slíta barnskónum og sé ört að færast í átt að öðrum rótgrónum miðlum í gæðum. Áður komu vefhönnuðir oft úr mismunandi áttum, þeir sem komu úr prenthönnun og svo vefforritarar eða fólk með aðra tæknimenntun. Margar ástæður eru fyrir framþróun en helst má nefna bætta tækni og auðvitað aukna þekkingu vefhönnuða sem í dag verða að hafa bæði tækni og hönnun á sínu valdi.

Rúðunet

Notkun á rúðunetum hefur aukist mikið og má þakka þekktum hönnuðum eins og Khoi Vinh vefhönnuði hjá NYTimes, auka annarra hönnuða sem hafa verið duglegir við að bera út fagnaðarerindið. Rúðunet eru auðvita vel þekkt úr grafískir hönnun og má segja að þau séu grunnur að vel uppsettri síðu. Ég efast um að þú getir fundið dagblað, tímarit eða plaggat sem ekki notast við rúðunet á einhvern hátt og því sérkennilegt að þau séu ekki útbreiddari meðal vefhönnuða.

Týpógrafía

Leturval og stærð hefur alltaf verið takmörkuð á netinu. Ástæðan er aðalega sú að eingöngu er hægt að notast við leturgerðir sem eru til fyrir á tölvum notenda og svo að teiknun leturs á Windows stýrikerfinu hefur alltaf verið mjög döpur. Helvetica í fyrirsagnarstærð lítur einfaldlega hræðilega út á Windows XP með IE6 vafranum sem leiddi til þess að flestar vefsíður notuðu bara eina stærð af letri, sama hvort um var að ræða fyrirsögn eða málsgrein. Með tilkomu Vista, IE7 og Mac OS X hafa þessi mál verið að lagast og nú er loksins hægt að velja stærra letur sem lítur þokkalega út.

Whitespace

Vefhönnuðir eru ekki eins hræddir við whitespace og áður. Fyrir komu vefsins voru flest upplýsingarkerfi með fasta uppsetningu þar sem allt passaði á einn skjá. Vefurinn er hinsvegar ekki eins bundinn af skjá stærð en til að byrja með reyndu vefhönnuðir samt að troða öllum upplýsingum efst í síðuna til þess að koma í veg fyrir scrollbars. Í daga hafa notendur aðlagast og nýjar kynslóðir eru byrjaðar að nota tölvur sem voru ekki fæddar á árunum fyrir komu vefsins. Flestir notendur scrolla alveg niður amk einusinni fyrir hverja síðu og viti því nokkuð vel hvaða efni þar er að finna. Það er því engin ástæða til þess að þjappa saman efni eins og áður var gert.

Einfaldleiki

Ég er sjálfur mjög hrifinn af einfaldleikanum og er sannfærður um að minna sé meira þegar kemur að vefhönnun. Hlutverk hönnuðar er líka jafnt að taka í burtu eins og að bæta við. Það er vel hægt að merkja sveiflu yfir í einfaldari vefsíður síðstu árin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s