Afhverju er iPhone svona vinsæll?

Apple fyrirtækið er nokkuð merkilegt vegna þess að þeim virðist auðvelt að herja á mismunandi markaði með sínum vörum. Sennilega er það Steve Jobs að þakka en undanfarin ár hefur hann komið sér inní tónlistina með iTunes og iPod en Apple er nú einn stærsti söluaðili á stafrænni tónlist í heiminum. Sama má segja um iPhone, með einu tæki tekst honum að ná stórum bita af sölu þráðlausra símtækja. Hvað veldur?

Eins og margir benda á, hefur iPhone í raun ekkert framyfir aðra síma nema þá kannski eitt og það er hönnun. Apple hefur lagt mikið uppúr því að hanna viðmót og hefur skapað sér reynslu með iPod sem þótti takast mjög vel. Gömlu símaframleiðendurnir hafa einmitt lengi þótt heldur aftarlega í viðmótshönnun og nytsemi. Tilkoma iPhone verður kannski til þess að ýta aðeins við þeim því hérna vantar talsvert uppá.

Ég hef líka tekið eftir því að fólk skiptist í hópa með og á móti iPhone. Þá tek ég sérstaklega eftir því að sumir karlmenn horfa mikið á hvaða tækni er í símanum eins og GPRS, G3 og EDGE en virðast algjörlega líta framhjá því hversu auðvelt er að nota þessa sömu tækni og finnst þá nákvæmlega ekkert merkilegt við þennan iPhone, sem virðist gera allt það sama og Motorola eða Sony Ericsson símarnir. Munurinn er að iPhone gerir þessa sömu hlut auðveldari í notkun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s