Bless Photoshop, Hæ Fireworks

Frá því að ég byrjaði að hanna vefsíður hef ég alltaf notað Photoshop sem hefur staðið sig ágætlega að mér fannst. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Dohop heyrði ég svo góða hluti um Fireworks að ég varð að prófa og sjá hvað allt talið væri um.

Fireworks var upphaflega Macromedia hugbúnaður og hefur verið til í all nokkur ár, núverandi útgáfa er númer 9 í röðinni. Forritið er algjörlega hannað með vefhönnun í huga og býður uppá bæði vector og bitmap myndvinnslu ólíkt Photoshop sem ræður bara við bitmap myndir.

Það besta við Fireworks er hvernig það heldur utan um hlutina sem þú teiknar. Hver hlutur fær sjálfkrafa sinn layer og það er margfalt auðveldara að velja og finna hluti. Í Photoshop fer oft mikill tími í að leita af rétta layernum því það er engin leið að smella á hluti í myndinni til þess að virkja þá.

Fireworks á MacBook Pro vélinni minni er líka margfalt hraðvirkara en Photoshop og virðist ráða við að færa mun fleiri hluti í einu án þess að hiksta. Það tók mig líka aðeins nokkra daga að ná tökum á Fireworks, flestar flýtileiðir virðast þær sömu eða svipaðar og í Photoshoppinu.

5 hugrenningar um “Bless Photoshop, Hæ Fireworks

  1. Ætla nú ekkert að skemma þessa nýju ást fyrir þér en ég hef nokkrar athugasemdir við þessa færslu.

    * Photoshop ræður líka við vector með því að nota path tool eða nota shape. Þannig er hægt að búa til shape og fylla þau og stækka eða minnka seinna. Einnig er hægt að skera úr svipað og í illustrator.

    * Það er ekkert mál að selecta layer, bæði má hægri smella og finna layerinn í listanum sem birtist en hann sýnir alla layera sem eru undir músinni. Einnig er hægt að halda niðri command (sennilega ctrl á pc) og smella hvar sem er og þá er viðkomandi layer valinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s