Ungt fólk á undir högg að sækja á Íslandi

Það er ekki eitt stakt orð um málefni ungs fólks í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, ellefu sinnum er talað til fyrirtækjanna og þeim lofað enn frekari skattalækkunum og sveigjanleika. Ungliðahreyfingarnar virðst ekki einusinni vera með sín eigin mál á dagskrá. Mótmælin í Ráðhúsinu eru vísbending um óánægju ungs fólks með stöðu mála í valda og okur samfélaginu sem ríkir á Íslandi. Lítil sem engin umræða er um málefni okkar í fjölmiðlum, flestir stjórnmálamennirnir eyða sínum tíma í að sleikja upp bankana og stórfyrirtækin og á meðan situr framtíð landsins heima hjá öldruðum foreldrum sínum, svekkt yfir því að geta ekki komið sér upp sínu eigin heimili.

Þrátt fyrir óendanlegan gróða bankanna síðstu ár eru alþingismennirnir okkar ennþá að tala um skattalækkanir á fyrirtæki. Núna síðast í gær heyrði ég Þorgerði Katrínu segja í ræðu að eitt brýnasta mál ríkisstjórnarinnar væri að lækka skatta á fyrirtæki og auka sveigjanleika þeirra. En það er ekki aðeins hægt að kenna alþingismönnum um. Of margt ungt fólk lætur sem stjórnmál komi sér ekki við og þar á ofan séu þau svo leiðinleg að ekki sé leggjandi á sig að fylgjast með þeim. Þessari þróun verður að snúa við.

Í skýrslu sem Neytenda Samtökin settu fram árið 2005 kemur fram að kostnaður við íbúðarkaup er mikið hærri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Vextir eru að meðaltali helmingi hærri hér en á hinum norðurlöndunum auk þess sem við búum við verðtryggingu sem gerir það að verkum að raunvextir hér eru alltaf 300% hærri en t.d í Noregi [1]. Svo er það fasteignaverðið sjálft sem hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin ár og kemur auðvitað verst niður á þeim sem eiga eftir að kaupa sér íbúð. Fólk sem er að koma úr námi t.d eða er langt komið með sitt nám á í mörgum tilfellum ekki kost á því að kaupa sér íbúð vegna þess að það fær einfaldlega ekki lán. Dæmi um þetta er barnlaus námsmaður sem er í doktorsnámi. Þessi einstaklingur er með 160.000 kr í laun á mánuði eftir skatta og á þar að auki 2 milljónir í sparnað. Þetta gefur honum rétt á um 6 milljónum í lán sem gæti hugsanlega dugað fyrir 25 fermetra ósamþykktri kjallaraíbúð í einhverju úthverfi Reykjavíkur eða nágrennis [2]. Glæsilegt það.

[..] lánakjör og skilmálar eru til muna lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndum. Skiptir þar mestu að vextir eru mun hærri, lántökugjöld eru margfalt hærri og greiðslugjald hverrar afborgunar virðast einnig vera í mörgum tilfellum allnokkru hærri á Íslandi en í hinum löndunum. Þá er form uppgreiðslugjaldsins mun stífara og óhentugra lántökum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Húsnæðislánamarkaður – Neytendasamtökin

Unga fólkið er ekki á dagskrá í þjóðfélaginu og það er í okkar valdi sett að snúa dæminu við. Eitt er víst að það er enginn sem á eftir að koma og gera það fyrir okkur. Kannski erum við of upptekið við að horfa á sjónvarpið, eða reykja okkur í hel á öldurhúsum bæjarins að ráðamenn þjóðarinnar telji okkur ekki skipta máli. Ungt fólk hefur orðið undir í þenslu undanfarinna ára, en alltaf skulu fyrirtækin fá að njóta ávaxtanna.

Annað sem fær ungt fólk á Íslandi til þess að kaupa húsnæði með okurlánum er félagsleg pressa. Fyrir 1980 borgaði óðaverðbólga húsin fyrir einstaklingana á nokkrum árum. Fyrst í stað voru kaupin gífurlega erfið, en eftir 3–4 ár var verðbólgan búin að lækka lánin (miðað við húsverðið og breytt kaup í landinu) um kannski helming og fólk var á sléttum sjó. Eftir 10 ár voru lánin brandari. Það voru tvær kynslóðir sem lentu í þessu lukkupotti og flestir (alla vega eins og það hefur komið undirrituðum fyrir sjónir) virðast ekki vera meðvitaðir um þessa gjöf. Þvert á móti þá blæs þetta fólk sig út við öll tækifæri og þykist hafa unnið stórvirki sem verðtryggðu kynslóðirnar hljóti að geta leikið eftir.

Vaxtaokur – Jóhannes Björn

  1. Meira en 300 prósent munur á vöxtum íbúðarlána í Noregi og Íslandi
  2. Húsnæðismál og unga fólkið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s