The Secret, hugsaðu jákvætt og þú færð það allt

Frábært sjálfshjálparmynd fyrir þá sem eru einfaldlega þreyttir á því að þurfa að bíða eftir því að verða ríkir. Samkvæmt The Secret, mynd og bók sem hafa selst í milljónum eintaka eftir að hafa notið „the Oprah effect“, þarftu nánast ekki að gera neitt nema að hugsa jákvætt um það sem þú girnist og á endanum detta hlutirnir í réttar skorður svo þú getir notið ávaxtanna, lögmálið kallast „law of attraction“ í myndinni eða eins og pistlahöfundur hjá Reason Magazine orðar það svo skemmtilega: „[law of attraction] basically states that if you think really, really hard, say, about vigorously cavorting with Salma Hayek on a soft, fluffy bed of Google Series A preferred stock, you will emit a magnetic signal to the universe that will make your vision a reality.“

Stjórnunarfélag Íslands getur selt þér gripinn fyrir lítið sem ekkert eða 5000 kr. Svo mæli ég líka með The Secret lampanum sem kostar einhvern slatta og er sérstaklega „hannaður“ til þess að hjálpa þér að muna eftir að hugsa jákvætt! Þess má svo geta að þetta lögmál (law of attraction) virðist vera lítið annað en ósannanleg kenning sett fram til þess að notfæra sér og féfletta viðkvæmar og auðtrúa sálir.

The secret of The Secret

2 hugrenningar um “The Secret, hugsaðu jákvætt og þú færð það allt

  1. Ég horfði á þessa heimildarmynd frá byrjun til enda og verð nú bara að segja að mér finnst mikið til í þessu en þessari aðferð er lýst svo asnalega í myndinni. Það sem verið er að meina með þessu er það að ef þú hugsar og einblínir á að hugsa jákvætt um hlutinn sem þig langar í, vinnuru ómeðvitað meira markvisst að því að fá hann.

  2. veistu… Þetta sem þú ert að tala um er það besta sem hefur komið fyrir mig.. Ég nota þetta daglega og fæ allt sem ég vil, skilyrðislaust. Ég hef ekki þurft að borga meira en 2000 kall fyrir þetta, og það var bókin. Þetta er allt á netinu, og fólki sem er að selja þetta er sama um það, það vill bara að allir njóti velmegunar. Þar á meðal þú.. Opnaðu hugann og njóttu lífsins með jákvæðu hugarfari

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s