Mac OS X: Draumur vefhönnuðarins

Það er ekkert slor að vinna með Mac OS X þegar maður er vefhönnuður. Þó svo að Apple sé aðeins með um 5% markaðhlutdeild í PC tölvum þá eru þeir alltaf mjög sterkir þegar kemur að ákveðnum hópum eins og hönnuðum, fólki í kvikmyndagerð og núna virðist trendið hjá þeim sem vinna við forritun, vefhönnun og því sem tengist netinu og open source hugbúnaði liggja vel til Apple. Úrvalið af hugbúnaði er líka ótrúlega magnað miðað við þessa sömu markaðshlutdeild.

Coda 1.0

CodaNýjasta forrið frá Panic, Coda, sem var að koma í hús lítur vel út. Markmið er að búa til tól fyrir þá sem eru að smíða vefsíður sem svipar meira til eins Xcode eða Eclipse þróunarumhverfanna. Þeir hjá Panic kjósa að nefna þetta „One-window web development“ en Coda á að innihalda allt sem þú þarft til vefforritunar á einum stað. Þess má geta að Panic fyrirtækið gerir líka Transmit, vinsælt FTP forrit og fleira. Gæða hugbúnaður þar á ferð. Meira um Coda seinna.

Coda frá Panic

CSSEdit 2.5

CSSEditÞetta magnaða forrit er ekkert svakalega flókið, það gerir í raun bara einn hlut en gerir það rosalega vel. Fyrsta útgáfan var í raun bara texta ritill með góðum CSS stuðning. Seinna bættist svo við Live Preview þar sem þú getur séð vefsíðuna þína uppfærast um leið og þú gerir breytingar í CSS kóðanum, nokkuð magnað. Núna getur þú smellt hvar sem er á vefsíðuna og séð allar stíl reglur sem eiga við þann HTML hlut, þessar upplýsingar birtast svo í litlum glugga og úr honum er hægt að hoppa beint yfir í viðkomandi reglu í stílblaðinu þínu. Þetta á eftir að spara mér talsverðan tíma og hárreitingar.

CSSEdit 2.5 frá MacRabbit

4 hugrenningar um “Mac OS X: Draumur vefhönnuðarins

  1. Þetta hljómar vel en nýtist mér lítið, allavega þessa dagana :) En þegar ég var að lesa lýsinguna þína á CSSEdit þá datt mér í hug hvort þú hefðir ekki örugglega séð Firebug viðbótina fyrir Firefox? Hún og Webdeveloper saman eru ansi magnað teymi…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s