Ojjbara kosningar – Framsóknarflokkurinn

Ástæður fyrir því að kjósa ekki Framsóknarflokkinn:

Framsóknarflokkurinn er flokkur fyrir bændur og sækir því fylgi sitt í sveitir landsins. Með þeirra hjálp rekum við íslendingar eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heiminum. Á hverju ár úthlutar ríkið rúmlega 1 milljón króna til hvers bónda í landinu, sem í staðinn framleiða handa okkur besta smjör í heimi og besta slátur í heimi, að eigin sögn.

Þrátt fyrir þessar fjárhæðir er landbúnaðurinn rekinn með tapi, öfugt við t.d Nýja Sjáland þar sem styrkir til landbúnaðar eru nær engir. Hvernig sem það getur verið. Hugsið ykkur hvað væri hægt að gera við eina milljón? Mér dettur ýmislegt í hug. Afhverju fá vefhönnuðir þessa lands ekki eina milljón á ári til þess að smíða t.d næsta Google eða YouTube?

Bara nafnið á flokknum ber þess merki að ekki sé allt með feldu. Fram-sóknar-flokkurinn, nýlenska djöfulsins. Flokkurinn hefur oft keypt sér sæti í ríkisstjórn korter fyrir kosningar með snilldarlega villandi auglýsingaherferðum sem vinna yðurlega til verðlaun fyrir vikið. Peningana fyrir öllu saman fá þeir úr sjóðum sem enginn fær að vita hvaðan koma því á Íslandi er leynd yfir fjármálum stjórnmálaflokka.

3 hugrenningar um “Ojjbara kosningar – Framsóknarflokkurinn

  1. Ef þú googlar „landbúnaðarkerfið“ þá kemur efst skýrsla frá 2004 sem reiknar að styrkir til landbúnaðarins nemi um 54.000 kr á hver íslendinginn eða um 17 milljarðar á hverju ári.

  2. Héðinn bendir líka á að ef þú ferð og kaupir hakk í Bónus, sennilega er það með því ódýrara sem gerist, hvaðan ætli það hakk komi? Nýja Sjálandi!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s