Orsakasamhengi og milljónamútur

Endurbirti hérna grein eftir Þorvald Logason sem birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. Mars 2003. það skemmtilega við mútumálið er að Davíð Oddsson þurfti aldrei að svara fyrir neitt af þeim ásökunum sem hann setti fram gegn Baugi, ekki frekar en um flest annað sem hann ældu út úr sér á ráðherratíð sinni.

Þegar stjórnmálamenn, forsætisráðherra eða aðrir saka einstaklinga í þjóðfélaginu um stórglæpi þarf ásökunin að vera vel rökstudd. Lykilatriði er að sagan sem fylgir sé í röklegu samhengi við atburðarásina og að einstaklingarnir sem koma að málinu hagi sér í frásögninni sem heilsteyptar persónur.

Gallinn við mútuásakanir forsætisráðherra í garð Jóns Ásgeirs forstjóra Baugs, eins alvarlegar og þær eru, er að ekkert röklegt samhengi er í frásögn hans. Persónan sem er aðaldriffjöður sögunnar; Hreinn Loftsson, hagar sér í frásögn Davíðs ekki sem heilsteypt persóna og ásökunin sem sett er fram löngu eftir að meintur glæpur hafði verið framinn virðist ekki spretta af glæpnum sjálfum heldur því að forsætisráðherra liggur undir ámæli um að hafa haft óeðlileg afskipti af Baugi sem fyrirtæki. Að mati Davíðs var Hreinn Loftsson ekki aðili að mútunum, heldur hafi Hreinn verið að upplýsa vin sinn, Davíð, um ætlaðar mútur og af því tilefni sagt af sér stjórnarformennsku í Baugi nokkrum mánuðum síðar.

Ósamræmið í frásögn Davíðs er sláandi: Hreinn sagði ekki af sér stjórnarformennsku strax eftir fundinn heldur formennsku í einkavæðingarnefnd, eins og hann hefði gengið af fundinum ósáttur við Davíð en ekki Jón Ásgeir. Hreinn sagði síðar af sér stjórnarformennsku í Baugi, og réð sig svo aftur sem stjórnarformann Baugs, sem hann hefði aldrei gert hefði hann sagt af sér vegna mútutilrauna Jóns Ásgeirs (þetta er lykilatriði málsins og kollvarpar sögu Davíðs). Davíð sagði fyrst að um tveggja manna tal hefði verið að ræða en sagði svo þriðja mann hafa hlustað á. Davíð sagði aðstoðarmann sinn hafa verið á fundinum en síðar einungis viðstaddan kvöldverðarboð. Davíð sagðist aldrei hafa minnst á Nordica en viðurkenndi í Kastljósinu að hafa talað um sambærilegt spillingarfyrirtæki við Hrein.

Ekki stendur steinn yfir steini í frásögn forsætisráðherra en fullkomið röklegt samhengi er hins vegar í frásögn Hreins Loftssonar af málinu og í samræmi við atferli hans og þekktar staðreyndir. Hann hlýðir á sögu Davíðs í Lundúnum um að Baugur standi í viðskiptum við vafasamt fyrirtæki sem stundi svokallaðan „hækkun í hafi“-bisness. Davíð hefur staðfest þessa lykilfrásögn Hreins í Kastljósinu. Engu máli skiptir hvort nöfn Nordica og Jóns Gerhards hafi verið nefnd.

Í framhaldi af þessari sögu segir Hreinn Baugsmönnum frá þeim orðrómi sem kemur frá Davíð og varar Baugsmenn við aðgerðum. Þetta er skjalfest með fundargerðum og upplýst í Fréttablaðinu. Hreinn hefur útskýrt að tilvitnuð orð um mútur voru sögð í því samhengi að Jón Ásgeir var að tala um meinta spillingu forsætisráðherrans sem svar Hreins við ávirðingum Davíðs. Frásögn Hreins Loftssonar er í fullkomnu samhengi við eigin athafnir og þekktar staðreyndir en Davíð Oddsson, hins vegar, skuldar þjóðinni skýringar á því hvers vegna háalvarleg ásökun hans um mútur er full af mótsögnum og rökleysu.

Höfundur: Þorvaldur Logason

2 hugrenningar um “Orsakasamhengi og milljónamútur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s