The Jesus Lizard

The Jesus Lizard

Mér til mikillar gleði fann ég fyrir ekki svo löngu hina æðislega skítugu og töffara rokkhljómsveit The Jesus Lizard, þetta er virkilega hrátt og skítugt rokk án þess að vera eitthvað heavy metal eða dauðarokks geðveiki. Það er ótrúlega gaman að eiga alveg eftir að hlusta á svona sveit af þessari stærð, tæpum 7 árum eftir að þær hætta starfsemi.

Platan sem ég hef mest hlustað á heitir Liar og er pródúseruð af Steve Albini, sem kom einnig að gerð Nirvana plötunnar In Utero , en þeir Nirvana menn nefna Jesus Lizard einmitt sem áhrifavald í sinni tónlistarsköpun. Þetta band ætti amk að falla vel í kramið hjá þeim sem fila Fugazi, Slint, Shellac, Steve Albini og annað grunge rokk.

Ég vildi að það væri enn til bönd sem búa til svona tónlist, kannski eru þau til. Veit einhver?

Fann ekkert MP3 með þeim á netinu, reyni að redda því á morgun.

4 hugrenningar um “The Jesus Lizard

 1. Bönd eins og JL, hmmm…

  – Young Widows
  – Bastro (hættir, held ég)
  – Giddy Motors
  – Don Caballero (instrumental)
  – Oxes (líka instrumental)
  – Lightning Bolt
  – Afar stór hluti af 90’s böndum á Touch & Go…sum hætt, ekki öll

  Úff, hvað það hryggir mig annars að heyra ennþá orðið „Grunge“…

 2. Besta Albini-stöff sem ég hef heyrt er „2 Nuns and a Pack Mule“ með Rapeman.

  Bassaleikari Jesus Lizard var í því frábæra bandi (sjitt, gleymdi þessu í upptalningunni áðan!!!). N.k. millibilsástand milli Big Black og Shellac. Lagið „Kim Gordon’s Panties“ er þar fremst meðal jafningja, blautur draumur um K.G., textinn er útúrsnúningur á laginu „Schizoprenia“ af SY albúminu Sister.

  Svo var Shellac á Gauk á Stöng 1999 alveg svakalegt helvítis helvíti. Var með í eyrunum (svona throbbing ískur) í viku eftir það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s