Tónlist.is hugsanlega að losa sig við DRM?

Mér hefur alltaf verið hálf illa við tonlist.is, ástæðan er auðvitað sú að lögin sem þú kaupir frá þeim eru hlaði DRM hugbúnaði sem skerðir notkun verulega. Ég nenni ekki að fara neitt nákvæmlega útí álögurnar. En þær eru alveg glataðar.

Eftir allt umtalið undanfarið, þá sérstaklega eftir að Steve Jobs skrifaði bréf á vefsíðu Apple þess efnis að best væri að hætta með þetta leiðinlega og heimska DRM dót, ákvað ég að senda þeim hjá tónlist.is póst til þess að grenslast fyrir um hvort menn þar á bæ væru yfirleitt að fylgjast með og hvort það kæmi til greina að selja DRM fría tónlist í gegnum vefinn hjá þeim á einhverjum tímapunkti. Ég var nú ekkert sérstaklega bartsýnn á gáfuleg svör eða einhver svör hvað það varðar. Þetta fékk ég svo sent frá þeim í gær:

Við hjá D3 erum sannarlega að skoða þessi mál af fullri alvöru. Við erum nú þegar komnir í viðræður við rétthafa um hvort þetta væri mögulegt því við stýrum þessu aðeins upp að vissu marki. Við teljum að sala myndi klárlega aukast við það að afnema enkóðun (varnir) af tónlistinni. Þetta kemur því til greina og mun skýrast á næstu mánuðum.

Vonandi gengur þetta eftir. Þó svo að úrvalið hjá þeim sé ekkert svakalegt, þá er eitthvað af eldri íslenskri tónlist sem væri gama að komast yfir. Best væri að þeir hættu alfarið með WMA format sem þeir eru að nota og seldu einfaldlega plain MP3 sem væri hægt að spila jafnt á mökkum sem windows vélum, og bara öllum tölvum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s