Ólafur Ragnar aldrei ferskari

Forsetinn

Á sunnudaginn sá ég hluti af stór góðu viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson, þar sem hann var mættur í settið hjá Agli í Silfrinu. Mér hefur oft þótt gagnrýni stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins á forsetann okkar vera leiðinleg í meira lagi. Maðurinn hefur aldrei verið ferskari. Þarna talaði hann um að fá fyrirtæki eins og Microsoft til landsins til þess að selja þeim rafmagn fyrir orkufreka vefþjóna og ég veit ekki hvað. Auðvitað eru til aðrar leiðir til þess að skapa velmegun og vinnu handa okkur en að troða niður ógeðslegum álverum útum allt.

En eins og alltaf, þegar Ólafur stígur fram, fer spuna maskína Sjálfstæðisflokksins í gang. Ætla að henda hérna inn nokkrum tilvitnunum í Pétur Gunnarsson, fyrrverandi fréttastjóra Fréttablaðsins og rithöfund. Mæli með blogginu hans sem er með þeim betri í flórunni.

Hátíðarhöld sjálfstæðismanna og (annarra áhugamanna um bandarískt þingræði) standa nú yfir til að minnast þess að hinn 13. febrúar voru liðin 15 ár frá því að forseti Íslands lét falla hin ósmekklegu ummæli um skítlegt eðli Davíðs Oddssonar. Nær hátíðin hámarki með frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag. [..] Þarf mikinn hæfileika til skapandi heyrnar eða vilja til að slíta ummæli úr samhengi til þess að geta lagt út af ummælunum eins og Morgunblaðinu tekst að gera í forsíðufrétt og ritstjórnargrein í dag..

Það var athyglisvert að fylgjast með hinu ágæta viðtali Egils Helgasonar við Ólaf Ragnar Grímsson í Silfri dagsins á Stöð 2. [..] Þetta var fyrsta flokks „almannaþjónustusjónvarpsefni“- þar til útsendingarstjórinn skarst í leikinn. Þarna var forseti Íslands í viðtali í beinni útsendingu, sem gerist sjaldan, svaraði af fullri hreinskilni um mörg af umdeildustu deilumál í samfélaginu, [..] En þeir á Stöð 2 máttu ekki til þess hugsa að viðtalið færi fram yfir auglýstan tíma af því að það þurfti að koma að tveggja klukkutíma endursýningu af áströlsku sápuóperunni Nágrönnum (!!!).

Lesa meira á blogg síðu Péturs

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s