Vefumsjónarkerfi ofmetin?

Hérna er svolítið sem ég hef verið að hugsa um. Með vaxandi notkun og þróun netsins verða mörg fyrirtæki að aðlagast breyttum viðskiptaháttum og verða meira hugbúnaðarfyrirtæki á einn eða annann hátt. Tökum sem dæmi flugfélög þar sem sala á flugferðum færist sífelt í meira mæli útá netið. Ekki það að ég hafi séð tölur þess efnis en líklega eru flest flugfélög þegar farin að selja mun meira í gegnum netið en eftir hefðbundnum söluleiðum.

Hérna á Íslandi eru mörg vefumsjónarkerfi, sum góð og sum ekki eins góð. Það sem virðist hinsvegar oft gleymast er að það þarf hæfa starfsmenn til þess að nota þessi kerfi svo að útkoman verði sómasamleg. Vefumsjónarkerfi eru nefnilega langt frá því að vera einhverskonar alhliða lausn á þörfum fyrirtækja sem þurfa að halda úti öflugri vefsíðu. Hérna getur hjálpað að líta á vefsíðu svipuðum augum og útgáfu blaðs eða kynningarbæklings. Það þarf engan snilling til að sjá að hérna þarf eitthvað meira en bara hugbúnað til að leysa dæmið.

Oft ættu fyrirtæki í raun að ráða ritstjóra eða starfsmann sem getur skrifað góðan texta, í stað þess að eyða milljónum í hugbúnað sem gagnast lítið þegar koma þarf skilaboðum um vöru og þjónustu til skila á einfaldan og skiljanlegan hátt. Alltof mörg fyrirtæki átta sig ekki á þessu og láta selja sér þá hugmynd að vefumsjónarkerfi sé upphafið og endirinn á því að koma sér upp skilvirkri vefsíðu.

Ef ég ætti fyrirtæki og væri búinn að átta mig á því að tækifærin sem vefurinn býður uppá væru hreinlega að fljóta framhjá myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég færi útí að fjárfesta í rándýru vefumsjónarkerfi. Fyrir mörg fyrirtæki væri mun skynsamlegra að stofna deild innan fyrirtækisins með nokkrum vel völdum starfsmönnum. Það sem til þarf er:

 • Vefhönnuður, einhver sem þekkir vefinn inn og út og kann að hanna viðmót og útlit vefjarins
 • Forritari sem hefur reynslu af því að vinna með vefinn
 • Ritstjóri sem sér um að búa til allt það efni sem þarf að vera á síðunni

Hér er grein á Adaptive Path sem lýsir sömu skoðun og ég hef á málinu. Þetta er eina greinin sem ég gat fundið í fljótubragði sem sem var gagnrýnin á þessi kerfi.

Why Content Management Fails

6 hugrenningar um “Vefumsjónarkerfi ofmetin?

 1. Það er mun dýrara að hafa þrjá starfsmenn í vinnu við þetta en að kaupa bara gott vefumsjónarkerfi og hafa svo einn meðaljón í vinnu við að uppfæra.

  En ég skil hvað þú átt við.

 2. 3 menn í vinnu kostar lágmark 1300 þús. á mán. með launatengdum gjöldum svo tala ég ekki um kostn. við að hafa þá innan um fyrirtækið, skrifborð, skrifstöfuföng og fleira, mjög varlega áætlað er þetta þá 1500 þús. á mán. þessu kostn. sem er 18 milljónir á ári. Vefurinn þarf að vera ansi stór og skila inn miklar tekjur til að fá þennan pening tilbaka. Ég er sammála því að vefkerfið sjálft er ekki aðalmálið, heldur þjónustan og þekking starfsmanna á því.

 3. Gott innlegg.

  Ég er sammála því að það er ekki nóg að hafa verkfærið í höndunum, það þarf að kunna að nota það. Ég er líka sammála því að vefumsjónarkerfið sjálft á ekki að vera dýrt.

  Hins vegar má ekki gleyma að mörg fyrirtæki hafa hvorki efni né áhuga á að halda uppi starfsfólki eingöngu fyrir vefsíðuumsjón (líkt og Gaui og Haukur hafa bent á) og því getur verið góð lausn að úthýsa þeirri þjónustu.

  Hvað varðar þessi minni fyrirtæki væri því kannski réttara að segja að vanda þarf valið á vefumsjónarkerfi með tilliti til þjónustu fyrirtækisins sem selur það, því þjónustan er jú aðalfjárfestingin.

 4. Vefir í dag eru margbreitilegir eins og gefur að skilja, og misjafnir eins og tilgangur þeirra er misjafn… Sjálfur hef ég unnið með vefumsjónarkerfi sem er Íslenst, frá þekktu fyrirtæki í þessum geira, auglýsingr fyrirtækisins á kerfinu eru allar á þá leið að þetta sé barnaleikur einn og svo er fjárfest í þessu og svo er þetta hið mesta basl og conflictar á alla kanta….

  Því er nú farið í þessu eins og svo mörgu öðru að það er ekki nauðsinlegt að hafa hlutina flókna, það er einfaldleikin og uppsetning vefsins sem fær fólk til að staldra við, ekki innihald hans og eða hversu tæknilegur hann er… já já margir segja að innihaldið sé númer eitt, en það er það ekki, ef engin er vefurinn verður ekkert innihald… sé uppsentnigin góð nennir fólk að lesa… og svo koll af kolli…

  Með öðrum orðum einfalt og gott, ekki flókið og fyrirferða mikið….

 5. Þessi póstur er skrifaður fyrir 5 árum svo margt hefur breyst. í stað þess að eyða peningum í Íslenskt vefumsjónarkerfi þá skaltu frekar setja peningana þína í að búa til content eða hönnun. Ég verð að vera algjörlega ósammála þér, innihaldið er og verður nr. 1.

 6. Málið er að Drupal og WordPress get komið í staðinn fyrir öll þessi CMS. Fókusinn á vefnum hefur alltaf verið á tæknina en á næstu árum mun fólk fara að fatta meira hvað textinn og efnið skiptir miklu máli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s