Apple iPhone

Það vissu allir að þetta væri á leiðinni, bara ekki að hann yrði svona svaðalegt kvikindi! Sá þetta ekki sjálfur en Hjalti sagði mér að Steve Jobs hafi bókstaflega séð verðið á hlutabréfunum hækka á skjánum hjá sér á meðan kynningin stóð yfir.

„it’s like they scooped out my brain, picked it apart, crapped a rainbow into it, and put it back in.“

Apple iPhone Now REAL

4 hugrenningar um “Apple iPhone

 1. Sælar, bréfin fóru upp um tæp 5% í dag og er þá markaðsvirði eplisins 83 billjarðar bandaríkjadala. Þess má geta að síðan 2003 þegar Ipod kom á markað hefur gengi Apple farið úr c.a. 10 USD upp í 97 USD í dag, eða upp um c.a. 1000% á innan við 4 árum:)- PRETTY NICE.

  Kv. Fálki.

 2. Smá reality check:

  * Jobs er búinn að staðfesta það að græjan verður að mestu „svartur kassi“ sem engin forrit fara inn í nema þau sem Apple setur þar (eða gefur grænt ljós á).
  * On-screen lyklaborðið er of lítið til að hægt sé að vélrita á það – nema á „studdum“ tungumálum, því innslátturinn byggir á aggressívri „auto-correction“ tækni til að leiðrétta alla framhjáslættina sem koma óhjákvæmilega þegar stórir puttar reyna að hitta á þéttriðið net örsmárra sýndarhnappa.
  * Græjan verður læst inn á SIM-kort frá Cingular símfyrirtækinu og einungis seld gegn 24 mánaða binditíma. Hún verður ekki sett í sölu í „Evrópu“ fyrr en í fyrsta lagi í lok þessa árs, og þá veit enginn hvaða símfyrirtæki mun hafa einkaleyfi á henni, eða hvaða súru skilmálar munu gilda.

  …en já, að öðru leyti er þetta alveg suddalega sæt græja.

 3. Ég veit ekki hvernig þessi símafyrirtæki virka nægilega vel en Apple hlýtur að hafa þurft að samþykkja þessa punkta sem þú nefnir til þess einfaldlega að komast inná markaðinn. Best að bíða bara og sjá hvernig þessi græja á eftir að reynast áður en maður fer að segja eitthvað meira um þetta ;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s