Blogleit.is – Hvorki fugl né fiskur

Blogleit.is er síða sem fór í loftið fyrir ekki svo löngu. Margar slíkar leitarvélar eru til á netinu, IceRocket og Sphere en Techonrati er sennilega þekktust þeirra allra. Það sem vekur hvað mest furðu mína er hversu lítið blogleit.is líkist öðrum þjónustum í sama geira. Ekki að ég hafi verið að búast við miklu svo sem, enda staða geirans hérna heima nánast á byrjunarreit, að undanskildum örfáum frávikum eins og spurl.net og dohop.com sem hafa verið að gera fína hluti á vefnum og sýnt okkar að við getum þetta. Það þarf bara smá þekking, reynslu og hugsun.

Það fyrsta sem ég tek eftir við blogleit.is er að þeir virðast ekki nota "web crawler" (hugbúnaður sem leitar upp nýjar vefsíður til að bæta við grunn leitarvéla eins og google og fleiri) heldur er það notandinn sem verður að skrá sig og gefa upp undarlegar upplýsingar eins og heimilisfang og ég veit ekki hvað, upplýsingar sem ekki koma fram í leitarniðurstöðum.

Við nánari skoðun virðist fátt aðgreina blogleit.is og hefðbundnar leitarvélar, og ef við skoðum aðeins betur … kemur ekkert annað í ljós. Samkvæmt Wikipedia er blogg "a web-based publication consisting primarily of periodic articles (normally in reverse chronological order)." eða útgefið efni á vef í öfugri tímaröð, þ.e.a.s nýjasta færslan efst o.s.frv. Blogleit.is hefur meðvitað eða ómeðvitað ákveðið að taka ekkert mark á þessari staðreynd og það er erfitt að sjá í hvaða röð niðurstöðurnar birtast yfir höfuð. Lang flestar ef ekki allar blog-leitarvélar sem ég hef skoðað birta einmitt niðurstöður á ákveðinn hátt líkt og venjuleg blogg gera.

Niðurstöðurnar frá blogleit.is virðast heldur ekki takmarkast við bloggfærlsur, ef ég leita t.d eftir orðinu "vefsíða" koma upp niðurstöður sem vísa hingað og þangað, reyndar er ekki einn einasti linkur sem vísar beint á einstaka blogg færslu!

Ég ætla ekki að fara mikið útí tæknilegar hliðar á smíði vefsíðunnar, þar er ekkert til þess að tala um heldur. Töflur og illa útfærður kóði um allt.

Dómnur: 2/10

Ein hugrenning um “Blogleit.is – Hvorki fugl né fiskur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s