Merkingarvefurinn

The Semantic Web eða Merkingarvefurinn eins og væri hægt að útleggja það á móðurmálinu er framtíð vefsins. A.m.k ef marka má alla þá vinnu og tíma sem fyrirbærið fær meðal ekki ómerkar manna eins og Tim-Berners Lee. það sem vakir fyrir mönnum er sú staðreynd að vefurinn og meirihluti allra upplýsinga sem hann hefur að geyma er hannaður með fólk í huga en ekki tölvur. Átakið felst í því að búa til staðla til þess að flokka og skipuleggja upplýsingar sem bæði fólk og tölvur geta skilið og notfært til þess að framkvæma flóknari og nytsamlegri hluti á vefnum en mögulegt er í dag.

The Semantic Web is a project that intends to create a universal medium for information exchange by giving computer-understandable meaning (semantics) to the content of documents on the World Wide Web. Currently under the direction of the Web's creator, Tim Berners-Lee of the World Wide Web Consortium, the Semantic Web extends the Web through the use of standards, markup languages and related processing tools. – Wikipedia

þegar þessi tækni hefur tekið sér festu væri t.d hægt að skipa tölvunni þinni að finna næstu hárgreiðslustofu og panta tíma sem hentar þér vel eða að finna næstu tónleika með uppáhalds hljómsveitinni þinni á nálægum stað án mikillar fyrirhafnar. þessi dæmi eru aðeins forsmekkurinn af því sem mætti hugsa sér að hægt væri að gera þegar búið er að flokka allar þær upplýsingar sem eru á netinu.

We need microformats and to get people to agree on them. It is going to bootstrap exchanging data on the Web […] we need them for things like contact cards, events, directions… – Bill Gates á Mix06 ráðstefnunni núna í morgun

Viðskiptaheimurinn er þegar farinn að taka eftir þessum möguleikum og er haft eftir t.d Bill Gates forstjóra Microsoft að vinna við að þróa svokallaða microformats staðla verðir að hefjast strax. Microformats eru uppskriftir af því hvernig eigi að lýsa upplýsingum á vefnum eins og t.d dagatölum, nafnspjöldum, atburðum og jafnvel CVs svo eitthvað sé nefnt.

Á vefsíðunni microformats.org má þegar sjá fleiri dæmi um slík microformats og lesa um stöðu og framhald þessara mála.

Uppfært: Sennilega er réttara að kalla þetta "Merkingarvefurinn" en ekki "Hinn merkingarbæri vefur" sem hljómar líka frekar hátíðlega eitthvað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s