Ást við fyrstu álfa-sýn

Einu sinni var ungur maður sem bjó í sveit sem hét Einmanadalur. Hét sá maður Eiríkur og var hann mjög einmana, því hann átti heima svo langt frá öllum stöðum. Þessi sveit sem hann bjó í var langt inn í óbyggðum. Og þekkti hann þá ekki mikið af fólki.

Þegar hann var 7 ára dóu foreldrar hans úr sjúkdómi sem ekki var hægt að lækna og þekkti þá Eiríkur engan.

Hann fór í burtu og vissi enginn um ferðir hans til Einmannadals .

Eftir fjórtán ár, þann 27. júlí 1990, gekk hann til kindanna sinna til að gá hvort að þær væru allar þarna .

Þegar hann var að nálgast girðínguna, heyrði hann fagra rödd kveða við kindurnar. „Ég , svo ung og fríð en einmana ég er á hverjum degi. Ég tala við ykkur dýrin mín, en engan mennskan ég finn“.

Þegar Eiríkur heyrði þetta, þá hræddist hann og fór heim .

Næsta dag var hann búinn að gleyma þessu og fór út til að líta eftir kindunum. Þegar hann nálgaðist girðinguna , heyrði hann fagra rödd og beygði hann sig niður.

Þá rifjaðist það upp fyrir honum, sem hann hafði heyrt deginum áður og kvað þá röddin það sama og áður.

En nú hræddist hann ekki og sá að þetta var falleg álfadís og hann fann sér til mikillar undrunar að hann var ástfanginn af þessari álfamey. Hann þorði þó ekki að tala við hana, svo hún myndi ekki hræðast .Hann gekk að girðingunni og lét eins og hann sæi hann ekki og fór að telja kindurnar 1…..2….3….4, 5, 6, 7, 8…. og þegar hann var kominn uppí 23, þá sagði hún : „Góðan daginn.“

„Góðan dag“ svaraði Eiríkur.

„Hver ert þú“ spurði álfadísin.

„Ég er bóndinn á Einmanadal“ svaraði Eiríkur.

Eiríkur var ástfanginn af henni og þegar þau voru búin að spjalla lengi, bauð Eiríkur álfadísinni inn. En því miður vissi Eiríkur ekki að þetta var blekking, svo að ekki fór vel fyrir honum. Álfadísin var gift og hún var miklu eldri en hún sýndist vera.

Áður en þetta gerðist, hafði Eiríkur ætlað að taka stóran stein sem var rétt hjá girðingunni og var hann búinn að reyna. En þetta var nefnilega álfahöll sem áfadísin og maðurinn hennar áttu heima í og eflaust búa þau þar enn, býst ég við.

Höfundur, Signý Sigurðardóttir (1992)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s