Netið: Bjargvættur lýðræðis?

Ég hefur stundum velt fyrir mér hlutverki stjórnvalda hérna heima og erlendis og hvernig standi á því að þeir sem fara með stjórnvölin leitist eftir því að leyna sem mestu fyrir okkur, hvernig stjórn landsins er háttað, hverjir leggi fé til stjórnmálaflokkanna og öllu því sem við kemur t.d samskiptum Íslands við önnur lönd, svo eitthvað sé nefnt. Það er nefnilega svo að hinn almenni borgari þarf daglega að sitja undir ýmisskonar eftirlit, hvort sem það er í gegnum kennitölur sem þarf að framvísa við undarlegustu aðstæður, myndavélar á hverju horni til að fylgjast með, svo ég tali nú ekki um öll samskipti svo sem í gegnum síma eða tölvu. Ætti þessu ekki að vera öfugt farið, ég bara spyr? Hversu vel þurfa stjórnvöld að fylgjast með í nafni terrorisma og annarra glæpa? Á sama tíma spila stjórnmálamenn óhindrað og þurfa ekki að gefa upp neitt sem gæti komið upp um ólöglega starfsemi í eigin starfi. Þeir eru innmúraðir og þurfa lítið að óttast, langt er síðan ráðherra þurfi að segja af sér í þau fáu skipti sem það hefur gerst, eru íslenskir ráðherra ofurmannlegir? Eða hvað?

Það er góður pistill í nýjasta tölublaði Grapevine sem nefnist „Political Philosophy 101“ þar sem er fjallað í stuttu máli um siðareglur sem tíðkast meðal fjölmiðlamanna, lækna, lögfræðinga og annarra starfsstétta. Þar er bent á að undanfarið hafi fleiri starfstéttir komið sér upp slíkum reglum til þess að „refer to if there is uncertainty as to how matters should be handled.“ Það kemur auðvitað ekki á óvart að Íslenska þingið hefur enn ekki tekið upp slíkar reglur jafnvel þó að málið hafi oft verið tekið upp á síðustu árum. Höfundur greinarinn bendir svo á hið augljósa að þingmenn eru engu betri en aðrir og geti gert misstök, rétt eins og við hin. Þetta er alvarlegt mál sem þarf að skoða vel, afhverju að bjóða hættunni heim og leyfa þingmönnum að leika lausum hala um stjórnkerfi landsins?

Hvers virði er lýðræði, rétturinn til að kjósa, ef upplýsingarnar sem við höfum um frambjóðendur eru af skornum skammti eða misvísandi. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá hversu brotið lýðræði getur verið, löngu eftir hörmungarna 11. september hélt enn stór hluti Bandaríkjamanna að einhver tengsl væru á milli Írak og þessara sömu árása. Hvernig getur það staðist? Að mínu mati er fjölmiðlum um að kenna sem flestir eru í eigu valdamikilla manna. Þjóðin hafði einfaldlega verið blekkt, upplýsingar sem komu fram voru ekki réttar og fólk treystir þessum fjölmiðlum fyrir því að segja satt og rétt frá sem er einfaldlega ekki alltaf reyndin. Áður enn fjölmiðlar urðu samþjappaðar stofnanir í eigu valdastéttarinnar voru frétta- og fjölmiðlamenn grasrótarhreyfing, líkt og þeir sem nú nota netið til (stundum kallaðir bloggara) til þess að segja okkur fréttirnar án milligöngu fréttastofnanna eða fjölmiðlafyrirtækja.

Sem betur fer búum við við mun betra lýðræði hér á landi en í mörgum öðrum löndum þar sem menn geta verið settir í fangelsi fyrir það eitt að tala gegn ríkjandi stjórnvöldum. Þar hefur fólk ekki rétt til þess að segja hug sinn og meiningar. Það er þó enn stór galli á lýðræðinu hérna heim og það er öll leyndin sem hvílir yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna. Ég treysti mér ekki til að meta þá flokka sem eru í boði fyrr en allar upplýsingar um störf þessara flokka verða gerðar aðgengilegar. Stjórnkerfið þarf að vera gegnsætt svo að hægt sé að veita stjórnvöldum aðhald, svo hægt sé að refsa þeim stjórnvöldum sem gerast sek um ólögmæt athæfi. Hvernig getum treyst aðila sem leyfist að starfa með leynd, þegar honum hentar, er mér algjörlega óskiljanlegt.

Hérna er það sem ég mundi vilja sjá á stefnu skrá stjórnmálaflokks:

  • Að öll gögn og upplýsingar um störf viðkomandi flokks verði gerð opinber (Fjármál, samningar, samskipti o.s.frv.)
  • Að netið verði notað til þess að gera þessar upplýsingar aðgengilegar öllum sem vilja
  • Að allir geti notað netið til að tjá skoðanir sýnar óhindrað
  • Að grunnsamskipta- og veitukerfi landsins verði nýtt í þágu almennings (Netaðgangur fyrir alla)

Þá fyrst væri kannski hægt að taka meðvitaða afstöðu um hvaða flokkur ætti mitt atkvæði skilið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s