Hvað eru vefstaðlar?

Hérna ætla ég að reyna að útskýra hvað þessir bölvuðu vefstaðlar eru og hversvegna þeir eru nauðsynlegir. Það sem fellst í orðinu „vefstaðlar“ eru nokkrir hlutir að mínu mati:

Tækin og tólin:

 • Að nota viðurkennda tækni eins og HTML, CSS og JS sem hefur verið sett fram af staðlaráðinu (W3C) og mörg helstu tæknifyrirtæki heims hafa tekið þátt í að þróa. Ólíkt t.d .NET þróunarumhverfinu sem Microsoft á og hefur fullkomna stjórn yfir er enginn sem á vefinn (Sem er það besta við hann). Þess vegna er það hlutverk W3C að leiða saman mismunandi aðila í geiranum til að búa til tækni sem allir geta notað.
 • Til eru tól á netinu sem hægt er að nota til þess að ganga úr skugga um að síðan þín sé „valid“ eða rétt samkvæmt þessum stöðlum. Þessi tól geta aðeins sagt þér hvort einhverjar villur leynist í kóðanum þínum en hjálpar þær ekkert ef þú notar ekki rétta nálgun og aðferðir. Vefstaðlar eru mikið meira en bara að ganga úr skugga um að það leynist ekki villur í HTML kóðanum þínu. Þetta er útbreiddur misskilningur sem þarf að leiðrétta.

Aðferðirnar:

 • Merking efnis (Málsgreinar, fyrirsagnir, undir-fyrirsagnir, listar, myndir o.fl.) er lýst með HTML. ef þú ert með málsgrein skalt þú nota P, ef þú ert með lista skaltu nota UL, OL og LI markið. Með þessu lýsir þú efninu á síðunni svo að leitarvélar og önnur tæki geti skilið uppbyggingu vefsíðunnar þinnar. Á máli vefforritar kallast þetta semantic markup. Vefstaðlar eru heldur ekki aðeins að skipta út töflum fyrir DIV svæði. Það er bara einn hluti af málinu. Töflur fyrir töfluleg gögn. DIV svæði til að tilgreina mismunandi svæði í vefsíðunni þinni, haus, fót o.s.frv.
 • Aðgreining efnis (HTML), útlits (CSS) og virkni (JS). Mismunandi tæki og notendur skoða vefsíður með mismunandi hætti. Vélrænir notendur eins og leitarvélar sjá ekki hvernig síðan þín er á litinn og þurfa ekki að vita það. CSS og JS kóði sem leynist inní HTML skjalinu er bara fyrir þessum tiltekna notenda og hjálpar ekkert til. HTML á aðeins að lýsa innihaldinu en ekki útlit eða auka JS virkni. Þessi skipting hefur mun fleiri kosti í för með sér eins og léttari og hraðvirkari síður.
 • Aðgengi (Accessibility) óháð getu er innbyggt í vefinn og með því að nota vefstaðla og aðferðirnar sem hér er lýst ertu kominn með grunn að aðgengilegri vefsíðu.

Vefstaðlar eru því aðferðir og tól sem hægt er að nota til þess að byggja góðar og aðgengilegar vefsíður með viðurkenndum aðferðum. Vefstaðlar tryggja einnig aukið samræmi í hegðun og útlit á milli mismunandi vafra (e. vefskoðara).

Annars er næsta verkefni að hætta að reyna að útskýra þessi mál fyrir hverjum öðrum og byrja að reyna að sannfæra stjórnendur og notendur um mikilvægi þessara mála svo þeir geti tekið meðvitaða ákvörðun við kaupa á hugbúnaði. Læt fylgja með góða síðu fyrir stjórnendur og aðra sem skilja ekki svona tækni raus:

Making A Commercial Case for Adopting Web Standards

Fyrir þá sem vilja kynna sér vefstaðla betur og hafa tæknilega þekkingu er hægt að byrja á því að googla „web standards“. Það er mikil umræða í gangi um þessi mál en hún virðist ekki ná til allra, því miður.

Uppfært 27. apríl 2008: Fjarlægði óþarfa röfl og biturleika og bætti við atriði sem varðar samræmi á milli vafra. Þessi texti á að mörgu leiti enn við þó svo að hann sé skrifaður árið 2005.

8 hugrenningar um “Hvað eru vefstaðlar?

 1. Ég er alveg sammála þér, og það er erfitt að koma með gáfulegt álit við því sem maður er svona sammála án þess að endtutaka þetta allt aftur.

  Það mikilvægasta í þessu staðla dæmi og baráttunni við að fá fólk til að taka þá upp er að sýna að þetta er ekkert flóknara en hitt, bara aðeins önnur aðferð. Þegar maður er búinn að ná smá færni í CSS er mun þægilegra að vinna með töflulaus útlit en að standa í endalausum töflum. Það tekur að vísu smá tíma að læra á þessa aðgerð en sá tími mun borga sig því það fljótlegra að vinna vef út frá CSS.

  Það sem staðlarnir hafa fram yfir „ekki-staðla“ er sú trygging að síðan sé aðgegnileg öllum, bæði blindum og sjónskertum og líka fólki í framtíðinni. Þeir eru hannaðir til að standast tímans tönn og þar með verður hægt að sjá síðuna eins og hún á að vera eftir langan tíma, án þess að nokkru sé breytt, en þó að CSSið og þar með útlitið muni bjagast verðu samt auðvelt að nálgast efnið, ef rétt er staðið að HTML málum. Auðvitað fyrirgefa vafrar lélegt HTML í dag en hver veit nema í náinni framtíð verð sú fyrirgefning látin víkja fyrir nýjum og betri aðferðum og hraðvirkari virkni.

  Vá.. Mér tókst að koma með nokkuð gáfað svar :)

 2. Flott grein hjá þér. Ég tek undir með Gunnari, að þar sem maður er svo sammála er erfitt að koma með gáfuleg álit.

  Ég hef mikið verið að hugsa um þetta með staðlana og hversvegna fólk er ekki að nota þá hérna. Auðvitað eru margar afsakannir sem fólk kemur með, en það er eitt sem ég hef dálittlar áhyggjur af. Nú á ég 4 börn í skóla, eitt reindar í framhaldsskóla, en þau hafa öll fengið einhverja kennslu í heimasíðugerð, mis mikla þó. En þessi kennsla er langt í frá að vera miðuð við vefstaðla. Auðvitað er þetta vegna þess að kennararnir eru að taka þessa kennslu að sér þó þeir kunni varla HTML og að þeir verið að semja kennslu efnið sjálfir.

  Ég hugsa að ef þessi hluti væri bættur… þó ekki nema að semja kennsluefni sem væri nothæft í skólanum… værum við strax einu skrefi, a.m.k. nær.

  Annað og kannski ekki viðkomandi vefstöðlum beint… Ég var að lesa síðu hjá Tölvuskólanum í heimabyggðinni minni og þar kom fram að þeir kenndu HTML 4 og XHTML 1. Allt gott og blessað nema þeir gáfu þá skýringu að XHTML væri bara framhald af HTML 4 og væri því það sama og HTML 5. Þetta virðist nefnilega vera nokkuð útbreiddur misskilningur.

 3. Sigrún, það væri hægt að segja að XHTML sé einskonar framhald af HTML 4. Mér finnst í lagi að nota þetta svona, svo lengi sem mismunurinn sé látinn fylgja með. Ég tek líka undir með þér að það vanti gott kennslu efni, það gengur ekki að það sé verið að kenna fólki lélegar og kannski rangar aðferðir.

 4. Þetta er rétt hjá þér í meginatriðum, en eins og þú átt að vita eftir að hafa setið námskeið í .net þá er .net server-side lausn og „á“ að skila réttum HTML kóða og réttu JS og ætti því ekkert með þessa umræðu að gera. Ekki frekar en JSP og PHP.

  Það vantar hins vegar dáldið upp á það í útgáfu 1.1. ? .net 2.0 er hins vegar hægt að setja skilyrði um hvaða viðmið síðan sem serverinn generate-ar á að miðast við og meðal annars er hægt að segja að lokaniðurstaða eigi að samræmast XHTML Strict sem gerir það að verkum að ef eitt tag er opnað lágstafað þá lokast það ekki nema með lágstöfum, fyrir utan að í XHTML strict mega tög bara vera hástafa ef ég man rétt.

  Hvort þetta aftur á móti virkar rétt í útgáfu 2.0 skal aftur ósagt látið, en ég vona að svo sé því þá er Microsoft farnir að sparka soldið í rassgatið á sjálfum sér með því að búa til vefsmíðaverkfæri sem búa til vefi sem IE getur ekki sýnt rétt, (og er óljóst hvenær IE mun geta það þar sem staðlasamhæfni er ekki efst á verkefnalistanum þessa dagana heldur að stoppa í götin í sigtinu sem þessi hugbúnaður er), en samkeppnisvafrarnir sýna fullkomlega. Það væri soldið skemmtileg staða að mínu mati.

 5. Sæll Kjartan og gleðilegt nýtt ár. Ég er hræddur um að þú hafir eitthvað misskilið ástæðuna fyrir því að ég notaði .NET í póstinum. ?stæðan var aðeins til að sýna fram á að netið er ekki í einka eigna einhvers stórfyrirtækis, sem ætti að gefa okkur enn meiri ástæðu til að nota vefstaðla. Ég hefði í raun geta sett Ruby on Rails eða bara eitthvað product þarna í staðinn, það hefði ekki skipt máli :)

 6. Ég held reyndar að við séum soldið að misskilja hvorn annan hér. Það sem ég var að benda á er að alveg sama hvaða tækni við notum undir niðri, (.NET, RoR, PHP, JSP eða eitthvað annað), þá á það alls ekki að koma í veg fyrir að við getum skilað frá okkur vefjum sem standast opna staðla fullkomlega.

  Því eins og þú bendir svo réttilega á þá eru opnir staðlar afar mikilvægir. En RoR, .NET, PHP eða önnur slík tækni er ekki vefstaðall heldur tækni til að útbúa vefi sem eiga að standast staðla og vefhönnuðir ættu að sækjast eftir því að það sem þeir smíða standist staðlana.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s