Flokkar og merkingar

Undanfarið hefur mikil gerjun átt sér stað á vefnum og segja má að vefurinn hafi tekið stórt skref í átt að fullkomnari og notendavænni forrita en áður hefur þekkst. Ekki að margt af því sem er í umræðunni hefi ekki verið mögulegt áður. Eitt af þessu er tagging sem margir kannast við eftir web 2.0 æðið sem hefur gengið yfir undanfarið. Hlutur sem virðist kannski hálf lítilfjörlegur við nánari skoðun en leysir samt vandamál sem ég hef oft rekið mig á.

Hugmyndin er mjög einföld, í stað þess að ákveðinn hlutur geti aðeins átt heima í einum flokk, er hægt að hafa sama hlutinn á mörgum flokkum. Hver kannast ekki við vandamál með t.d tónlist? Það getur verið vonlaust að flokka lag í einhvern einn ákveðinn flokk, kannski ertu með lag með uppáhalds polka hljómsveiteinni þinni þar sem þeir taka cover lag með Madonnu? Hvað þá? Eins t.d með MSN. Þú átt vini og jafnvel fjölskyldumeðlimi sem eru að vinna með þér eða vinnufélaga sem eru líka með þér í skóla. Á þá að setja viðkomandi í skóla grúbbuna eða vinnu grúbbuna? Eða kannski í vina grúbbuna?

Steve, ef þú ert að lesa þetta, endilega skelltu tagging í næstu útgáfu af iTunes fyrir okkur ;-)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s