Blogleit.is

Rakst á þessa síðu um daginn. Það er stundum eins og íslenskt hugbúnaðarfólk loki sig inni og taki netkapalinn úr sambandi þegar það hefst handa við að smíða nýtt kerfi. Til eru all nokkrar bloggleitarvélar á netinu eins og t.d Icerocket, Technorati, Feedster og Google Blogsearch til að nefna eitthvað. Kjánarnir sem settu upp Blogleit.is hafa sennilega ekki áttað sig á þessu og kannski talið sig einhverskonar frumkvöðla eða eitthvað álíka á þessu sviði. Staðreyndin er sú að nú stendur yfir mikið kapphlaup um hver verði fyrstur til að sigra þennan markað. Google og fleiri stórfyritæki eru þegar byrjuð að taka þátt. Hvernig var þetta aftur, good designers copy, great designers steal. Þeir hjá Blogleit.is hafa greinilega gert hvorugt því þjónustan þeirra er gott sem ónothæf og er ekki neinu samræmi við það sem er að gerast annarstaðar.

Svo þarf að skrá sig sérstaklega til að fá að vera með og gefa upp aldur og fleira skemmtilegt. Er eitthvað vit í þessu?

6 hugrenningar um “Blogleit.is

  1. Ég er þér svo hjartanlega sammála og í þessu sambandi má líka benda á leit.is, finna.is og fleiri leitarvélar sem er enginn tilgangur með að reka því að google eru mun betri að finna íslenskar síður en þessar leitarvélar nokkurntíman.

  2. Þetta eru eflaust bara byrjunar örðuleikir, google.com sem og aðrar leitarvélar byrjuðu ekki á toppnum, það er alltaf erfitt að byrja með eitthvað. En já það mikið af böggum í þessu, en samt margir sem nota þetta, svo er bara að sjá hvort það komi ekki meira fídusar og betri leitarvél á þetta:)

    en talandi um leitarvél, þá datt ég inn á þetta blog í gegnum emblu, sem er askoti góð+:)

  3. Ég er ekki viss Finnur :) En það er rétt að það virðist vera lítið sem ekkert samhengi á milli gæða og fjölda notenda. Gæði hugbúnaðar hérna heima eru almennt léleg að mínu mati þó svo að það leynist góðir hlutir inn á milli. Embla hefur verið að fá nokkuð jákvæða umfjöllun og virðist vera að gera það gott. Þeir hefðu kannski átt að finna annað nafn á þetta með sér domain.

  4. Bakvísun: Gen Drebery+ACc-,+ACc-deber@gmail.com+ACc-,+ACc-+ACc-,+ACc-63.2.12.45+ACc-,+ACc-2008-01-24 13:09:28+ACc-,+ACc-2008-01-24 13:09:28+ACc-,+ACc-+ACc-,+ACc-0+ACc-,+ACc-Internet Explorer+ACc-,+ACc-comment+ACc-,+ACc-0+ACc-,+ACc-0+ACc-),(+ACc-0+ACc-, +ACc-+ACc-,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s