Ný tónlist á hverjum sunnudegi

75minutesÉg get ekki ekki sagt ykkur hvað Podcastið á 75minutes.com er skemmtilegt. Um er að ræða þátt sem er gefin út á hverjum sunnudegi. Aðal markmið þáttarins er að spila það nýjasta úr heimi sjálfstæðrar tónlistar í viku hverri.

75 Minutes offers you one CDs worth of the best independent music and news every Sunday evening

Það má því segja að þessi þáttur virki alveg öfugt við flesta aðra þætti sem eru í gangi hérna á íslandi og annarstaðar sem spila bara tónlist sem umboðsfyrirtækin hafa áhuga á að plögga. Hérna er á mörgu að taka, þátturinn fylgir ekki einhverri sérstakri stefnu heldur spilar tónlist frá öllum hornum, allt frá þessu venjulega trendy indie poppi yfir í thrash metal og hip-hop. Þau Lyssa og Mike, sem sjá um þáttinn, eru greinilega mjög dugleg og það lítur allt út fyrir að þetta format sé komið til að vera. Í miðri viku taka þau einnig viðtal við hljómsveit þar sem eru spiluð nokkur lög ásamt léttu spjalli við hljómsveitar meðlimi. Nýjasti dagkrárliðurinn er svo að byrja núna á föstudaginn þegar þau ætla að fá hljómsveitir í heimsókn til þess að spila þeirra uppáhalds lög fyrir hlustendur. Fyrsta bandið á að vera Architecture in Helsinki sem er akkúrat að spila á Iceland Airwaves um helgina. Á föstudaginn ættum við því að geta hlustað á nokkur lög sem krakkarnir AIH eru að fíla þessa dagana.

Ég mæli með því að nota iTunes til þess að gerast áskrifandi, mjög þægilegt. Það er líka hægt að downloada þættinum handvirkt en það er ekkert skemmtilegt. Svona virkar þetta:

 1. Afritaðu þessa slóð: feed://feeds.feedburner.com/75MinutesMP3
 2. Undir Advanced valmyndinni í iTunes, veldu „Subscribe to Podcast ..“
 3. Peistaðu inn slóðinni og veldu OK!
 4. Það er ekkert skref númer 4 .. hjejhejhe :P

6 hugrenningar um “Ný tónlist á hverjum sunnudegi

 1. Andri-

  Hvernig gengur?

  Thanks for the kind words, we appreciate it.

  I was just going to say that if you are using iTunes, it’s best to use the iTunes feed. The cool thing about it is that you can see album art and chapters.

  The feed is:

  http://feeds.feedburner.com/75minutes

  or you can just search at the iTUnes Music Store podcasting place. For „75 Minutes.“

  Hafðu samband!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s