Óháðir miðlar á netinu

Það er gaman að hugsa til þess að Netið eða eins og við þekkjum það er aðeins um 10 ára gamalt og varla það. Tim Barners-Lee (Maðurinn sem fann upp Netið) smíðaði fyrsta netvafrann í byrjun tíunda áratugsins (Mosaic 1993). Það sem gerði vefinn svona farsælan gæti verið sú staðreynd að hann er opinn öllum sem vilja nýta sér hann. Engin leyfi þarf til þess að opna nýja vefsíðu og byrja að halda úti fréttaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Ólafur Ragnar Grímsson kom inná þessa staðreynd nýlega við setningu Alþingis og sagði að netið væri lýðræðislegur og opinn vettvangur fyrir fólk til þess að tjá sig. Hann sagði einnig að vefsíður þingmanna væru orðin sterk tæki til þess að ná til fólks og viðra skoðanir sínar. Jafnvel öflugari en ræðustóll Alþingis. Það er ljóst að netið á eftir að þjóna enn mikilvægari tilgangi í náinni framtíð.

Slöktu á útvarpinu og segiðu upp áskriftinni að Morgunblaðinu (Þ.e.a.s ef þú ert ekki löngu búinn að því) Undanfarið, eins og svo oft áður, hafa nýir og spennandi hlutir verið að ryðja sér til rúms á vefnum. Þar má auðvitað helst að nefna bloggið sem vex á ótrúlegum hraða. Til eru margar blogg-þjónustur sem gera fólki kleyft að opna sitt eigið blogg án þess að borga fyrir það. Svo hjálpar auðvitað líka til að ekki þarf að búa yfir sérstakri þekkingu til þess að byrja. Það ætti að vera á allra færi að byrja að blogga. Í kosningunum í BNA á síðasta ári fóru ýmsar grasrótar hreyfingar og önnur öfl að nýta sér netið með mun meiri hætti en áður. Áhrifin urðu svo mikil að hægt var að fara á netið og lesa um allt það helsta, og meira til, sem átti eftir að koma í fréttatímum hinna eldri og hægfara fjölmiðla daginn eftir.

Önnur tækni sem hefur verið að þróast í takt við blogg æðið er RSS (Really Simple Syndication) sem gerir þér kleyft að fylgjast með og gerast áskrifandi að vefsíðum sem bjóða uppá RSS straum. Með þessu er hægt að spara mikinn tíma því í stað þess að vera sífelt að heimsækja hinar og þessar vefsíður oft á dag í þeim tilgangi að athuga með uppfærslur, getur þú séð um leið, á einum stað, hvaða síður hafa að geyma nýtt efni og hverjar ekki. Mæli með Bloglines.com fyrir þá sem vilja prófa. Hlýtur að vera ómissandi tól fyrir alla netfíkla.

Podcasting er nokkuð nýtt fyrirbæri sem hefur verið að vaxa sérstaklega hratt undanfarið. Podcast er ekkert annað en einskonar „útvarpsþáttur“ sem hefur verið tekinn upp og settur á netið. í nýjustu útgáfu af iTunes spilaranum frá Apple er t.d hægt að skoða og gerast áskrifandi að þúsundum þátta um allskonar málefni. Ég er t.d áskrifandi að þætti um tónlist sem heitir 75minutes og er sendur út, eða settur á netið á sunnudögum. Ef tölvan mín er í gangi ætti þátturinn að vera tilbúinn til hlustunar um kvöldið eða a.m.k að morgni mánudags. Munurinn á þessum nýju miðlum er að úrvalið er gríðarlegt og þú getur valið þér efni eftir smekk í stað þess að vera neyddur til þess að hlusta á leiðinlegt rusl alla daga. Nú ef þú átt iPod getur þú farið í skólann eða vinnuna með stútfullan spilara af glænýju efni á hverjum morgni. Spurningin er bara hvenær gömlu miðlarnir hverfa af sjónarsviðinu og hinir nýju netmiðlar taki við. Til er aragrúi af síðum sem bjóða uppá allskonar þætti.

4 hugrenningar um “Óháðir miðlar á netinu

  1. Góður pistill hjá þér. Ég hélt fyrst þegar þú byrjaðir að blogga að þú ættir eftir að vera svona „Ja ég fór í skólan í dag og vitiði hvað gerðist í tíma blabla… æi það var svo fyndið“ bloggari, en þú ert alltaf að koma á óvart.

  2. Æi í guðanna bænum ekki fara að tala um pólitík á þessu bloggi. Það vita allir að skoðanir þínar í þeim málum eru alveg út í hött.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s