Það er ekkert betra en ókeypis spítalamatur

Hospital_dinner

Frjálshyggja er hugmyndafræði sjálfelskunar þar sem eignarrétturinn er heilagur. Þeir sem aðhyllast frjálshyggu telja skattlagningu að mestu vera „ofbeldi“ og aðför að eignarrétti sínum. Þannig vinnur frjálshyggjan gegn þjóðfélaginu vegna þess að allt sem hægt væri að gera með sköttum til að jafna tækifæri fólks í lífinu er útilokað. Jafnvel þó að hægt sé að færa rök fyrir því að jöfnuður örvi hagkerfið með því að virkja sem flesta í þjóðfélaginu. Nei það er ekki hægt því þá myndu þeir ríku greiða örlítð meira í skatta og það er aðför að eignarrétti þess sem allt á og vill fá enn meira, því hans rétturinn, mátturinn og dýrðin.

Það hlýtur að vera mjög erfitt að vera frjálshyggjumaður á Íslandi, ofbeldið er gríðarlegt og útum allt. Hérna fær fólk að ganga í skóla fram eftir öllu á kostnað þeirra sem nenna að vinna. Veikt fólk getur fengið þjónustu á sjúkrahúsum nánast án endurgjalds þó það endurgjald sé alltaf að hækka með tímanum. Atvinnulausir fá að fæða börnin sín á spítala og fá jafnvel ókeypis hádegis- og kvöldverð í þokkabót, þrátt fyrir að þeir segi alltaf að „there is now free lunch“. En ég fékk nú bara samt frían lunch og kvöldmat um helgina á einum spítalanum. Og við eigum að ganga lengra, frítt húsnæði fyrir heimilslausa og skilirðislausa grunnframfærslu handa öllum og meira handa þeim sem eru atvinnulausir, fátækir, öryrkjar eða aldraðir. Vegna þess að við eigum að deila með okkur og vera stollt af því að borga skattana okkar.

En ef ég væri frjálshyggjumaður hlyti ég að krefjast þess að fá að greiða fullt verð fyrir þessa þjónusta svo ég gengi nú örugglega ekki á eignarrétt eins eða neins því ekki vildi ég vera ofbeldismaður.

Teboð trúarofstækis

Teboð trúarofstækis

Í morgun var ég að lesa mér til um Pat Robertson, sjónvarpspredikara og auðmann, sem ég held að hljóti að vera ein versta persóna sem ég hef nokkurntíman lesið um. Tilefnið var nýútkomin heimildarmynd um manninn, Mission Congo. Wikipedia er með heila síðu tileinkaða glæpunum sem hann hefur framið. Það versta er sennilega hvernig hann misnotaði þjóðarmorðin í Rúanda til að græða peninga á námurekstri í Congo.

Þá mundi ég eftir Hátíð Vonar sem fer fram í lok mánaðarins. Þar verður annar predikari af sama meiði og jafnvel áhrifameiri, Franklin Graham. Maður fullur af hatri með biblíu í annari hendi og pólitískan áróður í hinni. Graham þessi er á móti réttindum samkynheigðra, hann telur Íslam vera trúarbrögð íllsku og stríðs en var sjálfur mikill Bush-maður og fylgjandi stríðinu í Írak. Hann gengur í raun svo langt að segja hryðjuverk vera samþykkt af Íslam. Þegar jarðskálftin í Japan reið yfir 2011 taldi Graham að um undanfara heimsendis væri að ræða auk þess sem hann lýst yfir stuðning við Donald Trump ef hinn sami myndi bjóða sig fram til forseta Bandaríkjana árið eftir. Ekkert varð úr því.

Hátíð vonar ætti að sjá að sér og afboða komu Frankling Grahams sem er í senn hommahatari, íslamófóbi, lygari og stríðsæsingamaður.

Sannleikur framar óhlutdrægni

Image

Síðstu vikur hefur skapast mikil umræða um það sem stjórnarflokkarnir og stuðningsmenn þeirra kalla óhlutdrægni fréttastofu RÚV. Þá hefur Frosti Sigurjónsson Alþingismaður farið fyrir hóp á Facebook sem telur hlutverk sitt vera að hafa sérstakt eftirlit með fréttafluttning fréttastofunar. Samkvæmt skrifum þeirra sem mynda hópinn eru þeir helst óánægðir með fréttir af Evrópusambandinu, Ísrael og fleiri málum sem þeir telja ekki hlutlausar.

Fréttamönnum gæti þótt erfitt að flytja fréttir samkvæmt heimsmynd allra sem eru að horfa. Staðreyndin er sú að fréttamenn RÚV eru sennilega aðeins að gera sitt besta og ekkert bendir til að fréttastofan sé hlutdræg. Mér er að því minnsta ekki kunnugt um neinar úttektir eða rannsóknir sem renna stoðum undir neitt slíkt. Einhverjum gæti líka dottið í hug að gagnrýni á RÚV fari eftir því hverjir stjórni landinu í það og það skiptið.

Raunveruleg óhlutdrægni er heldur ekki til. Að sjálfsögðu eiga fréttamenn ekki að vera viljandi hallir undir ákveðnar skoðanir. Takmarkið ætti fyrst og fremst að vera sannleikurinn borinn á borð svo að af hljótist einhverskonar virðisauki fyrir samfélagið. Vandamálið sem við glímum við í dag er ekki síst hið gríðarlega magn upplýsinga. Fréttamenn verða að geta skilið hismið frá kjarnanum og eiga ekki þurfa að vera hræddir um að stjórnvöldum hvers tíma finnist þeir ekki vera nægilega hlutlausir eða óhlutdrægir. Slíkt gæti vikrað sem ákveðin þöggun. Ef öllum sjónarmiðum er gefið jafn vægi í fréttafluttningi þá er í raun engin þörf fyrir fréttamenn sem slíka, þá er búið að takmarka hlutverk þeirra niður í skoðanalausa umræðustjóra sem gera lítið annað en að passa að allir fái að tala jafn lengi.

Hlutverk fjölðmiðla er að leita sannleikans en ekki aðeins að endurvarpa öllum skoðunum sama hversu vitlausar þær eru eða að gera flokkspólitískum skoðunum jafn hátt undir höfði. Frosti Sigurjónsson ætti að berjast fyrir bættum fjölmiðlalögum sem settu sannleikann framar óhlutdrægni, það væri eitthvað sem  raunverulega væri þess virði að berjast fyrir.

Virða þeir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012?

Taktu þátt í að þrýsta á Alþingi að staðfesta nýja stjórnarskrá. Þjóðin greiddi atkvæði um nýja stjórnarskrá 20. október. Vilji yfirgnæfandi meiri hluta kjósenda var skýr og afdráttarlaus. Á síðunni getur þú séð hvaða þingmenn ætla að virða vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Þú getur einnig krafið þá um að gefa upp afstöðu sína.

20. október

Afhverju er ný stjórnarskrá svona mikilvæg?

const-supporters4

Búsáhaldabyltingin náði ekki að kalla fram grundvallarbreytingar einsog afnám verðtryggingar, þó svo að það máli hafi verið eitt af helstu kröfum mótmælanna. Það sýnir að jafnvel fjöldamótmæli geta ekki breytt slíkum hlutum. Þessvegna þarf að breyta leikreglum þjóðfélagsins fyrst svo að almenningur hafi aukin tækifæri á því að hleypa nýjum hugmyndum að. Ný stjórnarskrá er mikilvæg því hún gefur okkur aukið aðgengi að upplýsingum og aukin tækifæri til að hafa áhrif á Alþingi.

Ný stjórnarskrá er þróun og framför en ekki stöðnun. Óbreyttar leikreglur munu ekki færa okkur neitt, ekki afnám verðtryggingar eða niðurfærslu skulda.

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15:00. Ræðumenn verða:

  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
  • Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur

Nánari upplýsingar á Facebook síðu fundarins.

Höldum áfram að þróast með nýrri og betri stjórnarskrá

const-supporters3

Sprotafyrirtæki verða að vera í stöðugri sjálfsskoðun til að finna út hvaða stefnu eigi að taka, hvaða þörf eigi að svara og hvernig. Þess vegna er mikilvægt fyrir þau að gera tilraunir og breyta skjótt um stefnu ef og þegar upplýsingar gefa til kynna að fyrirtækið sé á rangri braut. Vísindamenn vinna að mörgu leyti á samskonar hátt, einnig listamenn í sinni listsköpun.

En af einhverjum ástæðum telja stjórnmálamenn að hægt sé að keyra þjóðfélög áfram á áratugagamalli hugmyndafræði og aðeins skipta um stefnu á fjögurra ára fresti, og þá aðeins ef kjósendur ná að kalla fram breytingar með atkvæðum sínum. Þess á milli eru margar ákvarðanir stjórnmálamanna eins og hægfara lestarslys sem ómögulegt virðist að stöðva. Við verðum að breyta leikreglunum og kerfinu til þess að raunverulegar breytingar geti orðið í samfélaginu. Núverandi fulltrúalýðræði var fundið upp þegar ógerlegt var að allir í samfélaginu gætu komið að ákvarðanatöku vegna fjarlægðar.

Internetið gefur okkur kost á því að taka næsta skref í þróun lýðræðis og möguleika til að opna það ákvörðunarökuferli sem nú er í höndum Alþingismanna. Með netinu er hægt að veita stjórnmálamönnum aukið aðhald og auka aðgang almennings að upplýsingum sem getur gert spillingu erfiðara um vik. Ný stjórnarskrá tryggir rétt allar að netinu og upplýsingum sem þykja sjálfsögð réttindi í nútíma þjóðfélagi.

Vonandi ber okkur Íslendingum gæfa til að setja okkur nýja stjórnarskrá í náinni framtíð.

Útifundur á Ingólfstorgi á laugardaginn. Ræðumenn verða:

  • Hallgrímur Helgason, rithöfundur
  • Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur

Útifundur um betri stjórnarskrá – 4. fundur

Peningar eru lausnin og vandamálið

Peningar geta tamið auðvaldið.

Mestu máli skiptir að jafna tækifæri nýrra hugmynda. Til þess þarf að jafna tækifæri nýrra framboða til að ná mönnum inná þing. Til þess að það gerist verður ríkið að sjá til þess ný framboð hafi fjármuni til þess að kynna sig og sínar hugmynir. Leið til þess er að ríkið úthluti almenningi miða (voucher) að verðmæti 2.000 kr (Eða meira) sem kjósendur geta svo notað til að styrkja það framboð sem hverjum hugnast best.

Með þessu er búið að taka að mestu úr sambandi tengsl peningaaflanna, viðskiptalífsins, við stjórnmálamenn . Að auki þarf líka að banna fyrirtækjum að styrkja flokka. Slíkt á ekki að líðast. Lawrence Lessig er mætur maður sem hefur skrifað mikið um þessi mál í Bandaríkjunum. Þar er ástandið enn verra en á Íslandi og þó.

MoneyOutVotersIn